Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 135
Agústa Þorkelsdóttir
Menningararfur Vopnfirðinga -
styrkur fyrir samfélagið í dag
Erindi flutt þann 1. maí 2009 á málþinginu Nýtt Island - landshorna á milli,
sem haldið var á vegum Kaupvangs, menningar- og fræðaseturs á Vopnafirði
og ReykjavíkurA kadem íunnar.
„Leyfíst kettinum að líta á kónginn“ sagði Grasa-Gudda þegar hún blandaði sér í samræður
yfirvaldanna í Skugga-Sveini forðum daga.
Líkt er mér farið í dag þegar ég stíg hér í ræðupúlt, leikmaður á meðal fræðimanna. Eg
er ekki frekar en Grasa-Gudda neitt sérstaklega að biðjast afsökunar á þátttöku minni og
auðmýktin beygir mig ekki.
Fyrirlestur minn á að skýra á hvern hátt ég tel að menningararfur geti styrkt sjálfstraust,
bætt ímynd og aukið jákvæða samstöðu, nú þegar við viljum sjá nýtt ísland rísa úr rústum
hins gamla. Hvernig við viljum efla þekkingu allra, styrkja innviði samfélagsins á grunni
gamalla gilda.
Menningararfur er ekki bara íslendingasögur, sagnir og ljóð löngu dauðra kalla. Ekki
eingöngu eitthvað rugl sem ekki verður í askana látið. Minnist þess líka að menningararfur
eða arfur almennt verður ekki aðeins metinn í formi fasteigna eða peninga.
Menningararfur er sameiginlegur arfur, skapaður af mörgum kynslóðum, rótgróinn háttur,
siður, venja.
Vopnfirskar konur við saltfiskþvott. Myndin er tekin af Fredrick W. W. Howell um 1900. Hún er hér birt með leyfi
bókasafns Cornell háskólans i Bandaríkjunum.
133