Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 118
Múlaþing
Við Myllulœkinn í Víðidal 27. ágúsl 1981. Þarna lágu myllusteinar Sigfúsar Jónssonar.
tóftin, þar sem myllulækurinn rennur. Þar
lágu tveir myllusteinar, sem sennilega hafa
verið fluttir neðan af Papósi.
Gamla túnið var vel sprottið. Var augljóst
að hvorki hreindýr eða fjallafálur höfðu verið
þar nýlega á beit. Þær plöntur sem mér fannst
mest áberandi á grundinni voru lágvaxnar
víðiplöntur, gulvíðir og grávíðir. Einnig veitti
ég athygli fallegri og sérlega vel þroskaðri
ijandafælu.
Við tjölduðum inn og niður af bæjarrúst-
unum, rétt neðan við aðra ijárhústóftina. Um
kvöldið fór greinahöfundur ásamt Ara og Þórði
að leita að sérlega stórvöxnum burknum sem
við höfðum haft spumir af að fundist hefðu
einhvem tíman í urðum inn og upp af bænum.
Leituðum við nokkra stund en fundum ekki
þessa merkilegu burkna.
Þeir feðgar, Guðmundur og Hjörtur, fóru
í steinaleit og urðu all fengsælir, enda ijalla-
svæði í nágrenni Hornaijarðarsveita þekkt
fyrir merkilega steina.
Valgeir hafði hægt um sig á meðan aðrir
leiðangursmenn snuðmðu um nágrennið, en
hann hafði kokkað forláta súpu þegar hinir
skiluðu sér á tjaldstað. Hafði hann víða seilst
til fanga vegna súpugerðarinnar líkt og þegar
naglasúpa var soðin forðum.
Smjörklípu hafði hann átt í fómm sínum,
einnig fann hann G-rjóma, sem ég hafði flutt
með til nestis mér, en aðal útslagið gerði súpu-
pakki frá Toro í Noregi. Var það almannarómur
að sjaldan hefðum við betri súpu bragðað og
lögðust allir vel mettir til svefns og sváfu vel
þessa aðra nótt í útilegunni.
Það vakti athygli okkar hve fáa fúgla við
sáum og hljótt var allt í dalnum, utan foss
og lækjaniður. Nokkra þúfutittlinga sá ég á
varpinu milli Múladals og Víðidals og Þórður
fann rjúpu með tveimur ungum. Nokkrar gæsir
sáust í Múladal og Hofsdal og er þá fuglakyn
upptalið.
Fimmtudagsmorgunn rann upp með sömu
veðurblíðu. Tjöldin voru felld, bundnir baggar
116