Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 154
Múlaþing
anar bendir til þess að ungmenni, sem líður
almennt vel, temji sér síður áhættuhegðun.
Niðurstöður fyrri rannsókna benda auk þess til
að þetta séu oftast ungmenni sem eiga trausta
fjölskylduhagi og ættartengsl.
í Námshvörfum er Nám hér nálægt miðju
kvarðans hjá báðum kynjum, en Háskóli hér
langt undir miðju. Sjá má töluvert meiri trú á
Háskóla hér bæði hjá rótgrónum ungmennum
með sterk ættartengsl og nýfluttum með lítil
ættartengsl, enda þótt ástæða síðara sam-
bandsins sé ekki fyllilega ljós.
Fyrirætlanir um að fara í framhaldsnám á
háskólastigi á Austurlandi eru sjaldséðar, og
ber það vott um vafa um og e.t.v. óánægju með
fræðsluframboðið á svæðinu. Slíkt væri eðli-
legt með það í huga að staðbundið háskólanám
er ekki í boði á Austurlandi, aðeins íjarkennsla
og almenn námskeið á vegum Þekkingamets
Austurlands. Há gildi á þessum yfirþætti gefa
því sennilega til kynna fyrirætlanir um að
hætta námi eða stunda einstök námskeið.
Öryggiskennd (Öryggi hér) tengist engum
öðrum atriðum eða þáttum, er langt yfir miðju
kvarðans hjá báðum kynjum og eykst með
árgangi í ME (aldri). Þetta segir okkur að það
sé álit bæði stúlkna og pilta að Austurland
er öruggur staður að vera á! Almennt telja
sig piltar þó öruggari en stúlkur, en minnst
er Öryggiskennd hjá stúlkum af Fjörðum og
ástæðan fyrir því gæti einkum verið að þessar
stúlkur eru við nám á skólatíma Qærri heimili
sínu og vandamönnum.
Almenn umræða
Viðhorf ungmennanna eru greind úr tak-
mörkuðu mengi staðhæfmga og því langt í
frá tæmandi fyrir allar skoðanir þeirra. Þetta
gerir þó ekki viðhorfin síður áhugaverð og
þau eru vel marktæk fyrir þá málaflokka sem
um er að ræða.
Líðan og Framtíðarsýn endurspegla þau
viðhorf ungmennanna sem einkum stóð til að
rannsaka hér. Líðan er tvímælalaust mikil-
vægust viðhorfa, og er hún sterkt tengd öðrum
þáttum. Þetta bendir til þess, að skoðanir
tengdar tilfinningalífí séu yfírleitt ráðandi í til-
veru ungmennanna og séu undirstaða annarra
skoðana þeirra.
Af einstökum bakgrunnsþáttum hafði kyn
ungmennanna mest áhrif á viðhorf þeirra, en
tengsl við svæðið, ættmenni og vini höfðu
einnig mikil áhrif. Kyn og tengsl við svæðið
og ættmenni hafa almennt áhrif á Líðan ung-
mennanna og áform þeirra um framtíðarbúsetu
(hér eða annars staðar) en fjölskylduhagir og
menntun foreldra hafa fremur áhrif á Fram-
tíðarsýn ungmennanna, einkum atvinnu- og
námsáform þeirra. Stúlkum, einkum þeim sem
hafa lítil tengsl við svæðið líður oft verr en
öðrum ungmennum og virðast þær vera opnari
fyrirþví að flytja burt þaðan. Piltum, einkum
þeim sem hafa mikil tengsl við svæðið, líður
yfírleitt betur og eru þeir oftar tilbúnir til að
búa á Austurlandi í framtíðinni.
Líðan hefur marktæka fylgni við öll önnur
viðhorf nema Frelsiskennd sem á ekki fylgni
við neitt annað viðhorf. Því má segja að Frelsis-
kennd sé almennt viðhorf sem tilheyrir aldri
ungmennanna, nýfengnu sjálfstæði og lausn
úr viðjum bemskunnar.
Framtíðarsýn lýsir sér einkum í vilja til
búsetu og væntingum um atvinnu á Austur-
landi og byggist að ýmsu leyti á öðram for-
sendum en Líöan. Þessi tvennu viðhorf eru
því fremur óbeint tengd, eins og sjá má af
innbyrðis fylgni þeirra, sem er ekki sérlega
sterk. Ahrif Líðanar og Framtíðarsýnar era
hins vegar af sama tæi með tilliti til fylgni við
önnur viðhorf, einkum Raunsæi, Háskólanám
og Námshvörf.
Þannig eiga bæði Líðan og Framtíðarsýn
neikvæða fylgni við Raunsæi. Aukið Raunsœi
samsvarar auknu jafnaðargeði og minni
öfgum bæði jákvæðra og neikvæðra kennda
hjá ungmennunum, þ.á m. minni lífsgleði.
Því meira Raunsœi sem ungmennin sýna, því
minna er traust þeirra til annarra, jákvæðni
152