Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 154

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 154
Múlaþing anar bendir til þess að ungmenni, sem líður almennt vel, temji sér síður áhættuhegðun. Niðurstöður fyrri rannsókna benda auk þess til að þetta séu oftast ungmenni sem eiga trausta fjölskylduhagi og ættartengsl. í Námshvörfum er Nám hér nálægt miðju kvarðans hjá báðum kynjum, en Háskóli hér langt undir miðju. Sjá má töluvert meiri trú á Háskóla hér bæði hjá rótgrónum ungmennum með sterk ættartengsl og nýfluttum með lítil ættartengsl, enda þótt ástæða síðara sam- bandsins sé ekki fyllilega ljós. Fyrirætlanir um að fara í framhaldsnám á háskólastigi á Austurlandi eru sjaldséðar, og ber það vott um vafa um og e.t.v. óánægju með fræðsluframboðið á svæðinu. Slíkt væri eðli- legt með það í huga að staðbundið háskólanám er ekki í boði á Austurlandi, aðeins íjarkennsla og almenn námskeið á vegum Þekkingamets Austurlands. Há gildi á þessum yfirþætti gefa því sennilega til kynna fyrirætlanir um að hætta námi eða stunda einstök námskeið. Öryggiskennd (Öryggi hér) tengist engum öðrum atriðum eða þáttum, er langt yfir miðju kvarðans hjá báðum kynjum og eykst með árgangi í ME (aldri). Þetta segir okkur að það sé álit bæði stúlkna og pilta að Austurland er öruggur staður að vera á! Almennt telja sig piltar þó öruggari en stúlkur, en minnst er Öryggiskennd hjá stúlkum af Fjörðum og ástæðan fyrir því gæti einkum verið að þessar stúlkur eru við nám á skólatíma Qærri heimili sínu og vandamönnum. Almenn umræða Viðhorf ungmennanna eru greind úr tak- mörkuðu mengi staðhæfmga og því langt í frá tæmandi fyrir allar skoðanir þeirra. Þetta gerir þó ekki viðhorfin síður áhugaverð og þau eru vel marktæk fyrir þá málaflokka sem um er að ræða. Líðan og Framtíðarsýn endurspegla þau viðhorf ungmennanna sem einkum stóð til að rannsaka hér. Líðan er tvímælalaust mikil- vægust viðhorfa, og er hún sterkt tengd öðrum þáttum. Þetta bendir til þess, að skoðanir tengdar tilfinningalífí séu yfírleitt ráðandi í til- veru ungmennanna og séu undirstaða annarra skoðana þeirra. Af einstökum bakgrunnsþáttum hafði kyn ungmennanna mest áhrif á viðhorf þeirra, en tengsl við svæðið, ættmenni og vini höfðu einnig mikil áhrif. Kyn og tengsl við svæðið og ættmenni hafa almennt áhrif á Líðan ung- mennanna og áform þeirra um framtíðarbúsetu (hér eða annars staðar) en fjölskylduhagir og menntun foreldra hafa fremur áhrif á Fram- tíðarsýn ungmennanna, einkum atvinnu- og námsáform þeirra. Stúlkum, einkum þeim sem hafa lítil tengsl við svæðið líður oft verr en öðrum ungmennum og virðast þær vera opnari fyrirþví að flytja burt þaðan. Piltum, einkum þeim sem hafa mikil tengsl við svæðið, líður yfírleitt betur og eru þeir oftar tilbúnir til að búa á Austurlandi í framtíðinni. Líðan hefur marktæka fylgni við öll önnur viðhorf nema Frelsiskennd sem á ekki fylgni við neitt annað viðhorf. Því má segja að Frelsis- kennd sé almennt viðhorf sem tilheyrir aldri ungmennanna, nýfengnu sjálfstæði og lausn úr viðjum bemskunnar. Framtíðarsýn lýsir sér einkum í vilja til búsetu og væntingum um atvinnu á Austur- landi og byggist að ýmsu leyti á öðram for- sendum en Líöan. Þessi tvennu viðhorf eru því fremur óbeint tengd, eins og sjá má af innbyrðis fylgni þeirra, sem er ekki sérlega sterk. Ahrif Líðanar og Framtíðarsýnar era hins vegar af sama tæi með tilliti til fylgni við önnur viðhorf, einkum Raunsæi, Háskólanám og Námshvörf. Þannig eiga bæði Líðan og Framtíðarsýn neikvæða fylgni við Raunsæi. Aukið Raunsœi samsvarar auknu jafnaðargeði og minni öfgum bæði jákvæðra og neikvæðra kennda hjá ungmennunum, þ.á m. minni lífsgleði. Því meira Raunsœi sem ungmennin sýna, því minna er traust þeirra til annarra, jákvæðni 152
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.