Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 147

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 147
Líðan og framtíðarsýn ungmenna á Austurlandi Aðrar kannanir varpa ljósi á ýmsar aðrar hliðar á viðhorfum ungmenna. í einni könnun í 8.-10. bekk grunnskóla á öllu landinu kom í ljós að mikill meirihluti unglinga voru „ekki óánægð með líf sitt“ en stúlkur voru yfirleitt heldur óhamingjusamari enpiltar. Framtíðar- sýn speglast í afstöðu unglinganna til náms og atvinnu. Stúlkur stefndu fremur í bóknám, en piltar í iðnnám. Sumir piltar en svo til engar stúlkur ætluðu að fara að vinna eftir grunn- skóla. Yfir 70% ungmennanna ætluðu sér í háskóla, og hafði hlutfallið aukist frá árinu 2006 hjá ungmennunum á landsbyggðinni. Samkvæmt annarri könnun leið nemendum í 6.-10. bekk grunnskóla yfirleitt vel á árinu 2009, en 10-15% þeirra sýndu þó einhverja vanlíðan. Stúlkur voru yfírleitt óöruggari með sig en piltar, og má rekja þetta m.a. til óraunhæfra staðalímynda, sem einkum stúlkur eigi erfítt með að samsama sig að, en lélegt sjálfsmat getur haft áhrif á náms- og starfsval. I enn annarri könnun var sýnt fram á, að lífsánægja ungmenna í 6. og 8. bekk var meiri árið 2010 en 2006. Lífsánægja minnkaði þó yfírleitt með aldrinum. Flöfundamir drógu þá ályktun að „kreppan hafi ekki haft umtalsverð neikvæð áhrif á lífsánægju íslenskra skóla- bama á þessu árabili“, fremur hið gagnstæða. Margar erlendar rannsóknir benda til að lykilinn að vellíðan ungmenna sé oft að fínna í ijölskyldu þeirra og ættartengslum og að þetta geti ákvarðað hvernig ungmennunum farnist síðar í lífínu. Fjölskyldusamsetning hefur þó einnig mikið að segja í þessu sambandi. Upp- eldishættir foreldra og aðstandenda ráða auk þess miklu urn líðan, atferli og lifnaðarhætti, allt frá svo sjálfsögðu atferli sem að borða morgunmat með fjölskyldunni og bursta tennur reglulega til neyslu brennivíns og annarra vímuefna. Ymislegt bendir þar að auki til þess að eftirlit og rétt aðkoma for- eldra að uppvexti ungmenna skili sér í betri námsárangri. íslenskar rannsóknir hafa sýnt að skiln- aður foreldra hefur oft í för með sér röskun á búsetu, tengslum og fjárhag allrar fjöl- skyldunnar, auk þeirrar streitu, sem allt þetta veldur. Aukin ábyrgð er oft lögð á herðar ungmennanna, jafnframt því sem fjölskyldu- stuðningur minnkar. Ungmennin búa yfírleitt hjá móðurinni, sem gegnir lykilhlutverki, en hlutverk föðurins verður óljósara. Enda þótt ungmennin óski yfírleitt eftir miklum sam- skiptum við ættingja, dregur úr umgengni við skyldmenni utan heimilisins eftir skilnaðinn, m.a. við föðurömmu og föðurafa. Brottfall ungmenna úr skóla á sér ýmsar augljósar ástæður, þ.á m. neyslu vímuefna, en brottfall má yfírleitt rekja áfram til sálrænna, félagslegra eða fjárhagslegra vandamála. Afstaða foreldranna til náms ungmenna skiptir miklu máli, sem og stuðningur þeirra við ungmennin í námi þeirra. Böm foreldra með litla menntun eru oft líklegri til að falla brott úr námi, en gott samstarf milli heimila og skóla dregur úr brottfalli. Áhættuhegðun unglinga hefur verið könnuð, bæði í sambandi við kynlíf og notkun getnaðarvama og hvað varðar vímu- efnaneyslu. Sjá má að félagslegir þættir em einkar mikilvægir í þessu sambandi. Til dæmis minnkar vímuefnaneysla nemenda í 8.-10. bekk þegar skóli og foreldrafélög vinna saman 145 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.