Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 122

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 122
Múlaþing Flugvélin Eftir fyrra stríð var Þjóðverjum bannað að hanna og framleiða stríðstól eða nokkur þau tæki sem nýttust í hemaði. Heinkel HE 111 var hönnuð sem tíu manna farþegaflugvél fyrir Lufthansa. Vélin þótti allgóð, hrekklaus og með góða flugeiginleika. Hún hentaði vel í Spánar- stríðinu, en þótti hægfleyg og þunglamaleg í seinni heimstyrjöldinni. A upphaflegri útgáfu flugvélarinnar var trjónan hefðbundin. Herútgáfan er þannig að gluggar vom auknir verulega og sett á hana svokallað „gróðurhús“ til þess að auka útsýnið og nýta fremsta hlutann fyrir vélbyssu fram úr, en ekki síst fyrir þann sem stjómaði losun á sprengjum. Til þess var notaður sérstæður kíkir, sambyggðum einskonar reiknistokk, til að reikna út hvar sprengjur mundu lenda miðað við flughæð vélarinnar og hraða. Þessi Heinkel HE 111 var með einn flug- mann. Sæti aðstoðarflugmanns var íjarlægt til að bæta aðgengi skyttunnar að trjónunni. Almennar upplýsingar: Tegund: Heinkel HElll H5 Framleiðslunúmer: 3900 Framleiðsluár: 1941 Einkennisstafir: F8 + GM Mótor: Tveir bulluhreyflar teg. Jomo-211F V12 mótorar 1350 Hp Hámarkshraði: 435 km (235Kt) Hámarks flugtaks þyngd (MTOW): 14000 kg Vænghaf: 22,50 m Lengd: 16,40 m Hæð: 3.40 m Áhöfn: 4-5 Fyrstaflug: 17.11.1934 Framleiðslutímabil: 1936-1944 Framleiddar: 6.508 (7536) Afbrigði: Casa 2.111 framleidd á Spáni Frá 15. maí til 25. júlí ár hvert er bjart allan sólarhringinn við Island, þannig að auðvelt hefur verið fyrir áhöfnina að skima eftir óvinaskipum hefðu þoka og ský ekki byrgt mönnum sýn. Með Hans Joackim í áhöfn vom F ranz Breuer yfirliðsforingi (f. 1914), Josef Lutz undir- liðsforingi (f. 1917) og Friedrich Hamisch loftskeytamaður (f. 1914). Flugtíminn frá Solaflugvelli hefur verið á fjórða tíma. Reikna má með að áhöfnin hefði getað flogið með austurströndinni í um klukkustund áður en hún hefði orðið að hverfa heim aftur vegna eldsneytisskorts. Þegar vélin nálgaðist ströndina hefur verið flogið í sjón- flugsskilyrðum og áhöfnin hefur séð móta fyrir landi, sem var hulið þoku. Flugstjórinn hefur lækkað flugið í þeirri von að sjá niður til að athuga hvort óvinurinn leyndist einhvers staðar innanfjarða. Flogið hefur verið fram og til baka meðfram ströndinni og ber vitni að hafa heyrt í flugvél allt að fjórum sinnum á þessum tíma. Líklegast er að flugstjórinn hafi ákveðið að lækka flugið enn frekar svo hann gæti flogið rétt yftr þokunni í þeirri veiku von að sjá niður. Þokan var hinsvegar þétt og hefur náð frá sjó með efra borðið í um fimm- til sexhundruð metra hæð. Þrátt fyrir léttskýjað veður þar fyrir ofan hefur einstaka tindur verið þakinn skýjum. Þama hefur flugstjórinn mis- reiknað sig og flogið inn í skýjaþykkni sem hefur umvaftð Snæfuglinn og Sauðatind. Of seint hefur hann áttað sig á mistökum sínum með þeim afleiðingum að hann flaug vélinni beint í stálið og fórst þar með áhöfn sinni. Við áreksturinn splundraðist vélin og önnur sprengjan af tveimur sprakk. Aftari hluti flaksins með vængjum og mótomm hmndi niður með klettaveggnum og dreifðist í urðinni. Hluti flugstjómarklefans varð eftir á nibbu í klettabeltinu á þeim slóðum er vélin hitti bjargið. Um stund bergmálaði sprengingin milli fjallanna og síðan varð allt hljótt. 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.