Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 72
Múlaþing
HjálmarJóharm Níelsson.
Föstudaginn 13.
nóvember hélt hann
fund á Bjólfsgötu 1
hjá hjónunum Níelsi
Sigurbirni Jónssyni og
Ingiríði Osk Hjálmars-
dóttur, og sonur þeirra
hjóna, Hjálmar Jóhann,
mundi vel eftir því. For-
eldrar hans voru mikið
vinafólk Hallgríms.7 En hvað þar fóru fram,
vitum við ekki. Hjálmar var þá aðeins 11 ára.
Með mb. Sæborgu EA383 frá Seyðisfirði
Morguninn eftir, laugardaginn 14. nóvember,
tók Hallgrímur sér far með mb. Sæborgu EA
383, og var ætlunin að komast norður, líkleg-
ast til Húsavíkur. Þessi fyrrum línuveiðari,
Sæborg, hafði verið
í flutningum á milli
ljarða á Austijörðum.
Ferðir strandskipa voru
strjálar, þó kom Esjan
mánaðarlega, og hún
var stödd á Hornafirði
20. nóvember á leiðinni
austur um land. Sæborg
Baldur G. Sveinbjörnsson. lá við gömlu Bræðslu-
ff
SveinbjörnJ. Hjálmarsson.
bryggjuna, segir Baldur
Guðbjartur Sveinbjöms-
son.8 Einn af þeim, sem
kvöddu Hallgrím, var
faðir Baldurs, bæjar-
fulltrúinn Sveinbjörn
Jón Hjálmarsson frá
Hæð (Strandarvegi 2).
Baldur var að sniglast
þarna í kring, 13 ára
gamall. Farið var að birta, skólinn byrjaði ekki
fyrr en kl. þrjú hjá honum, kennt var á laugar-
dögum. Þótt ekki sjáist til sólar á Seyðisfirði
frá því í byrjun nóvember og fram í miðjan
febrúar vegna fjalla, er orðið verkbjart um
níuleytið á þessum tíma árs. Þarna sá Baldur
Hallgrím í fyrsta og einasta sinn. Hallgrímur
var með kuldahúfu, kempulegur í fasi og
ræddi við föðurhans. Sveinbjöm leysti land-
festarnar, og báturinn lagði frá bryggju. Hann
var grænmálaður.
Á mb. Sæborgu var sex manna áhöfn. Auk
Hallgríms var þar annar farþegi, bandarískur
hermaður á leið til Skála á Langanesi, en það
var áætlaður fyrsti viðkomustaður bátsins.9
Skipstjóri eða formaðurinn á bátnum var
Jóhann Friðriksson frá Reykjavík, 28 ára;
stýrimaður var Hinrik Valdimar Schiöth frá
Brœðslubryggjan á Seyðisfirði.
70