Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 77

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 77
Útlagi borgaralegs þjóðfélags áður sagði var fyrr á árinu 1942 sett díselvél í bátinn í stað gufuvélar með gufukatli og kolageymslum, auk þess var yfírbyggingin endurnýjuð. Raskaðist stöðugleiki bátsins við það, varð hann annað sjóskip í slæmurn veðrum? Gunnar Guðmundsson er fæddur og uppal- inn á Skálum á Langanesi (f. 1926), og hann var búsettur þar 1942. Mikið var rætt um slysið á sínum tíma, en nú hefur þess ekki verið minnzt í áratugi. Gunnar heyrði sagt, að báturinn hefði verið hlaðinn koksi á dekki. Koksið var tekió um borð á Seyðisfirði, og var því ætlað að fara til Skála, en líklegast vegna versnandi veðurs var hætt við að stoppa þar og afferma skipið. I stað þess var farið fyrir Fontinn; um 2ja klst. sigling er frá Skálum að Sköruvík. I versnandi veðri hefði skipið farizt í Langanesröstinni. Koks er létt, flýtur á vatni, en koksfarmurinn gæti hafa blotnað á dekkinu, ef gaf yfír skipið í röstinni og þá þyngzt og gert bátinn óstöðugri en ella. Þess er þó að geta, að koks tekur seint í sig vatn, og auðvelt hefur verið að fleygja því fyrir borð.26 I Lcmgnesingasögu sinni telur Friðrik G. Olgeirsson upp skipsskaða, sem orðið hafa fyrir Langanesi, en ekki er minnzt á þennan bátstapa.27 Aðrir hafa haldið því fram, að Bretar hafí fylgzt með Sæborgu, eftir að hún fór frá Seyðis- fírði, og að báturinn hafí verið skotinn niður.28 Fara þurfti um þrjár tundurduflagirðingar á leiðinni út úr Seyðisfirði, og brezki sjóherinn stjórnaði þar allri umferð. Tundurduflalagnir Breta úti á rúmsjó voru utar en siglingaleið bátsins og einkum undan suðurfjörðum Aust- fjarða.2l) En dufl slitnuðu upp, og þau rak á land, og sögur eru um það frá þessu ári, 1942. Tundurdufl grandaði báti frá Vattarnesi í róðri 31. október þetta haust, og með honum fórust 3 menn.30 Skýringum um afdrif Sæborgar er það sameiginlegt, að lítið sem ekkert er til þess að styðja þær né hrekja. Helzt er það veðrið og veðurbreytingin. Krappa öldu getur gert, þegar vindátt breytist, en í vestanátt er hægt að hafa var af landi, ef siglt er nálægt ströndinni. Vestanáttin er bezta áttin, og 6-8 vindstig ættu ekki að hafa valdið þessum báti erfíðleikum. Baldur Sveinbjörnsson taldi, að fyrir þetta stóran bát hafí veðrið ekki átt að vera hættulegt. Skylda var að hafa talstöð í bátum, en hvort þær voru í lagi, er annað mál, þegar fara átti að nota þær, allt verið innsiglað í langan tíma. Sjálfur hafði Baldur siglt fyrir Fontinn ótal sinnum. Þar eru ekki brotsjóir, hnútar, þeir eru fyrir Glettinganesi. Ef farið er nærri landi, er röstin stutt, „fímm veltingar og kominn í gegn“ og auðvelt fyrir þennan bát í þessu veðri. Skipstjórinn á Sæborgu hefur ákveðið að telja sig ekki á því að skipa upp á Skálum, sá, að veður fór versnandi, en vestanátt eða norðvestan er þó bezta áttin, hlé af landi. En það, sem ferst í röstinni, gæti rekið í Sköruvík.8 Á stríðsárunum bönnuðu Bretar notkun loftskeytatækja í fískibátum. Þau voru aðeins leyfð í stærri skipum, togurum, og notkun þeirra var ekki leyfð nema í ítrustu neyð, tækin voru innsigluð. Fiskibátum var skylt að hafa talstöðvar, en það var eins, þær voru innsiglaðar, og þær mátti aðeins nota í neyð. Ekkert kall barst frá mb. Sæborgu í þessari síðustu för svo vitað sé. En þess ber að geta, að kunnugt er, að jafnvel í neyðartilfellum hafí radíóstöðvar í landi ekki svarað neyðarkalli á þessum árum.31 Þá er heldur ekki vitað, hvort mb. Sæborg var búin talstöð. Bjarni Gestsson, sem viðtal var haft við, segist hafa verið á báti vorið 1945. Þá hafi þeir séð dufl norðan við Langanes. Talstöð var ekki í bátnum. Farið var til Raufarhafnar til að tilkynna fundinn. Bjarni fór í land og vakti upp hjá Einari, hreppstjóra, og sagði honum þetta.10 Ólafur Þ. Guðjónsson, fyrrverandi llug- umferðarstjóri, var unglingur, þegar hann vann með Hallgrími í Leðuriðjunni árið 1940 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.