Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 70
Múlaþing
þJÓÐVILJINN
liPiin IilaiBs í sfirliliiif i i mm
H6 sjómenn ba' a láíið lifið o* Jíun«li i »»‘tW *wa mWa bluiwk
hllll iMfa, !•« « MM *"» M »»•*»
og Þórður Benediktsson frá Vestmannaeyjum.
Alþingi yrði sett laugardaginn 14. nóvember.
Sósíalistar náðu yfirhöndinni í Dagsbrún á
þessu ári, Alþýðusambandið var slitið úr
viðjum Alþýðuflokksins, skæruhemaðurinn
gegn kauplækkunarlögunum í ársbyrjun
1942 vannst, kreppan og atvinnuleysið var
horfið, viðsnúningur orðinn í heimsstyrjöld-
inni, fasistaríkin komin í vörn. Guðmundur
Sigurjónsson og Þórður Þórðarson þekktu
ekki Hallgrím, töluðu ekki við hann; þeir voru
18 ára. Lúðvík hafði kennt við Gagnfræða-
skólann, var forseti bæjarstjómar um þessar
mundir, og nú var hann kominn á þing; hann
var líka í útgerð með hálfbræðrum sínum,
Guðjóni og Rafni. Þeir gerðu út lítinn bát,
Enok NK 17, veiddu síld í net á firðinuin.
Þórður vann með þeim í þessu.5
Á Norðfirði var Hallgrímur í nokkra daga.
Ein framkvæmd hefur vakið athygli hans,
bygging sundlaugarinnar, sem hófst vorið
1942. Framkvæmdastjóri byggingarinnar var
Stefán Þorleifsson, íþróttakennari. Stefán var
hins vegar fjarverandi á Seyðisfírði, þegar
kaffikvöldið var haldið, hitti ekki Hallgrím
í þetta sinn. En hann rnundi, að Hallgrímur
hafði verið um tíma á Norðfírði áður.5 Hall-
grímur var mikið úti á landi fyrir flokkinn
og verkalýðsfélögin, eftir að hann kom frá
Spáni, og tengsl hans við félagana í Reykjavík
veiktuzt.1
í fyrri dvölinni á Norðfirði bjó hann hjá
Guðnýju Þórðardóttur og Sigríði Jónsdóttur,
sem báðar vom róttækir verkalýðssinnar eins
og hann. Guðný var einnig gefín fýrir leiklist,
lék kerlinguna í Gullna hliðinu. Hallgrímur
æfði box með nokkrum strákum á Norð-
fírði, Óskari Jónssyni og Ara Bergþórssyni
og fleirum. Hnefaleika gat hann hafa lært
af félaga sínum, Aðalsteini Þorsteinssyni,
þekktum boxara, sem einnig var um tíma á
Norðfirði, var á báti þar, Haföldunni. Aðal-
steinn var stór maður og enginn bindindis-
maður, það sá Stefán á skemmtun, sem var
haldin í Teignum (Kirkjubólsteig), innan við
bæinn. Um hnefaleikakunnáttu Hallgríms
var Stefáni Jónssyni, fréttamanni, kunnugt.
Hann segir frá því í einni af bókum sínum.
Hirðir þá ekki um sagnfræði eða grandvara
fréttamennsku, sagan skal ekki skemmd með
þessháttar nostri.6
Á millistríðsárunum drukku sjómenn
mikið á böllum á Norðfirði. Um miðjan
fjórða áratuginn var sendur til þeirra lög-
regluþjónn að sunnan, sem átti að koma skikki
á drykkjuna og slagsmálin. En heimamenn
hentu honum út á dansleik í Barnaskóla-
húsinu. Þessi lögreglumaður sótti þá byssu
og skaut á nokkra menn, sem veitzt höfðu
svona að honum. Var maðurinn þá strax kall-
aður suður, og Norðfírðingar héldu áfram að
skemmta sér eins og þeir höfðu gert áður. En
svo bar til annarra tíðinda, að sögn Stefáns
Jónssonar, fréttamanns, og sagan verður ekki
sögð betur en með orðum hans sjálfs.6
68