Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 71
Útlagi borgaralegs þjóðfélags
Nýr maður kom í plássið
„En svo var það í stríðsbyrjun að nýr maður
kom í plássið. Sá hafði verið á Spáni í her
lýðveldissinna, barist gegn Hitler, Mússólíni
og Frankó og skotið menn. Sjálfur bar hann
ör eftir byssukúlur, miklu stærri en þau, sem
Sunnlendingurinn úthlutaði forðum úr bauna-
byssu sinni. Þetta var Halli heitinn Spánarfari.
Og ofan á allar fyrrgreindar dáðir bættist svo
haldgóð hnefaleikakunnátta með slíkri einurð
og snerpu, að það skeði ávallt samtímis ef til
bar, að einhver reiddi til höggs gegn honum,
að sá hinn sami lá flatur undir kjaftshöggi.
Við Halla Spánarfara tjóaði engum að slást.
Hann hafði orðið mannsbani.
Það var óvéfengjanlegt að Halli Spánar-
fari var þá svalasti kall á Austurlandi og
helzt eftirbreytniverður fyrir unga menn.
Var þá ekki verið að hneykslast á því, fyrst
út í það var komið á annað borð, þótt Halli
Spánarfari væri frábitinn slarki. Menn höfðu
nú gert annað eins á Norðfirði, til að teljast
menn með mönnum, og það að vera alls-
gáðir. Liðu ekki margar vikur frá heimkomu
Halla Spánarfara áður en sú fregn barst út um
gjörvalla Austfirði, að haldið hefði verið ball
á Norðfírði og enginn sleginn niður. Að þeim
tíðindum sannspurðum urðu menn ekki eins
hissa er það fréttist enn nokkrum vikum síðar
að dansleikur hefði verið haldinn á Norðfirði
og enginn verið fullur.
Vitaskuld var Halli Spánarfari mikill
kommúnisti, sem prédikaði yfírNorðíjarðar-
æskunni boðskap hinnar nissnesku byltingar
og fullvissaði áijáða tilheyrendur sína um að
þessháttar bylting yrði ekki gerð á fylliríi.
An þess að varpa rýrð á hlut Lúðvíks
alþingismanns, Bjarna bæjarstjóra né annarra
forsprakka sósíalismans á Austurlandi, leyfí
ég mér að staðhæfa, að Halli Spánarfari hafi
átt drjúgan þátt í því geðeðlisfræðilega afreki,
að lita sprittlogann, sem lengi hafði borið sína
bláu birtu á mannlíf Norðfirðinga, rauðan.“6
Bjólfsgata 1 á Seyðisfirði, árið 2002.
í nóvember 1942 var dvöl Hallgríms á
Norðfírði hins vegar stutt. Fáeinum dögum
eftir kaffifundinn var hann kominn til Seyðis-
íjarðar til að hitta sitt fólk þar.
Fundir á Seyðisfirði
Stjórnarfundur var
haldinn í Sósíalistafélagi
Seyðisijarðar 9. nóvem-
ber 1942. Fundurinn
var haldinn hjá Steini
Stefánssyni í Tungu
(Bjólfsgötu 14), og má
ætla af fundargerðinni,
að í stjórninni hafí setið
Níels SigurbjörnJónsson. c,
Steinn Steíansson, kenn-
ari, Ingvar S. Jónsson, verkamaður, Þorkell
Bjömsson, verkamaður, Vilhjálmur Sveins-
son, verkamaður og Baldur Guðmundsson.
Auk stjómarinnar var Hallgrímur Hall-
grímsson, erindreki flokksins, mættur á
fundinn. Þarna voru
rædd vetrarverkefni og
samþykktar tillögur um
fundartíma og fiindarstað
framvegis, en varan-
legan fundarstað skorti
félagið. Fundarritari var
Baldur Guðmundsson.7
Hallgrímur var einnig á
öðmm fundi á Seyðis-
IngiríðurÓskHjálmarsdóttir. firði þeSSa dagcl.
69