Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 20
Múlaþing
til að fá bensín á geyminn, en bensínskortur
var vegna [kaupskipa]verkfalls. Sigurður fór
heim að bæjarhúsum. Konan sem kom til dyra
sagði að tankurinn væri tómur. En rétt á eftir
missti hún út úr sér að bensíninu væri lofað.
Eftir talsverðar vöflur lét hún til leiðast að
veita okkur fnnm lítra! Og það fengum við,
en sem hún ætlaði að fara að læsa tanknum,
sagði Andrés: „Heldurðu að þú látir okkur
ekki fá einn lítra til vegna mín?“. Okkur til
mikillar undrunar dældi frúin einum lítra í
viðbót á bensíngeyminn. Svo lögðum við af
stað. Andrés kvaðst hafa dansað við þessa
konu á böllum í gamla tíð. Hann sagði hana
hafa verið fínustu dansdömu, „hún kom alveg
upp á milli læranna á mér og þá fór mér nú að
hitna“. Eftir skemmtilega heimferð komum
við Sigurður til Sólbakka um fimm-leytið
og fengum þá hressingu. Dvaldi ég hjá þeim
Nönnu og Sigurði við besta atlæti um helgina.
Stafdalsárbrú
Vikuna 15.-20. júlí var unnið að grund-
vellinum undir brúna. Sökkulgröfturinn var
mikill og erfíður. Þurftum við að haka mest-
allt sem mokað var. Ámi Pálsson, yfirverk-
fræðingur bráargerða hjá Vegagerð ríkisins,
kom við hjá okkur í árlegri yfirreið sinni um
landið, hvíthærður og virðulegur. Hann kom
með einkabílstjóra sínum í svartri drossíu.
Svo vildi til þegar hann kom, að Sigurður
verkstjóri var ekki við, þannig að Halldór
Guðfinnsson flokksstjóri, sýndi honum brúar-
stæðið þar sem við vorum nýlega byrjaðir
að grafa fyrir sökklunum. Bráin hafði verið
hönnuð fyrir niðurrekstur og tjáði Halldór
Árna að það væri ekki mögulegt, þar sem
þama væri móhella. Ámi tók því með semingi
og hafa þeir Árni og Sigurður eflaust rætt
málið á eftir. Niðurstaðan var að við brutum
okkur 10-20 sm niður í móhelluna. Árni var
akkúrat maður, hann þéraði alla og Sigurð
þéraði hann meðan ég var í bráargerðinni,
en mun hafa boðið honum dús seinna, en
Sigurður ekki þegið, vildi hafa samskiptin
áfram á sömu nótum. Okkur tókst að ljúka
við að steypa báða sökklana fyrir helgi og
var það afbragð.
Þriðjudag 23. júlí var afbragðsgott veður
og breyskjuhiti, svo að menn unnu mjög létt-
klæddir meðan sól var hæst á lofti. Allan
daginn var unnið við stöpulsuppsláttinn eða
réttara sagt stöplauppsláttinn, því að smiðimir
höfðu lokið við að reisa framhliðina á eystri
stöpulmótunum lýrir kvöld. Um kvöldið fékk
ég far út í Selstaði til að heimsækja föður-
bróður minn, Jón Jónsson, og hitti á hann þar
sem hann mokaði heyi af vagni inn í hlöðu,
það var einmuna heyskapartíð. Að loknu verki
gengum við heim í kvöldkaffí til Vilmundínu
Knudsen, konu hans. Eg átti með þeim góða
kvöldstund við spjall yfír kaffíbolla og kökum.
Fimmtudaginn 25. júlí brá hins vegar til
hins verra með tíðina. Urðu menn að stakka
sig þegar verst lét. Eg stakkaði mig að vísu
aldrei, því að ég var við jámingu niðri í stöpul-
mótunum, þegar verstu hryðjumar gengu yfír.
Við hófum að steypa seinni stöpulinn eftir
hádegi og höfðum lokið við að steypa og
hreinsa til fyrir kvöldverð. Þegar steypt hefur
verið í surnar hef ég alltaf verið í mölinni
með Jóni Þorsteinssyni og stundum þriðja
manni. Það er skemmtilegt að hugsa um það
hvemig starfið fór fram. I fyrstu mokuðum við
Jón mölinni í hjólbörur og hjóluðum henni í
skúffuna, svo setti Bjarni Sigbjömsson sement
ofan á. Síðan hífði Kristján Þorsteinsson
eða Halldór Guðfínnsson skúffuna upp og
mölin og sementið steyptust ofan í belginn.
Þar veltist og byltist mölin og sementið og
blandaðist vatni þar til steypan var fullhrærð.
Þá var henni hellt í hjólbömr og ekið í mótin.
Yfirleitt vom það yngri mennirnir í flokknum
sem óku hjólbörunum. Uppi á brúnni voru
svo nokkrir sem tóku á móti steypunni og
sáu til þess að hún myndi renna rétt í mótin
og umljúka alla jámbendingu. Sigurður var
jafnan á vettvangi þegar steyputamir voru.