Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 53

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 53
Sigurður brúarsmiður Það ár ákvað Sigurður að flytjast frá Loðmundarfirði og lágu til þess margar ástæður. Þar var hann ekki vel í sveit settur til að vinna að iðn sinni, erfíð kreppa þrengdi mjög að hag manna, hann átti við ijárhagsörðugleika að stríða vegna húsbyggingarinnar, sem áður getur, auk þess var ljölskyldan orðin stór, bömin fimm, hið elsta innan við tíu ára aldur. Hann velti fyrir sér að flytjast suður, eins og það er kallað og brá sér um vorið til Reykjavíkur til að leita fyrir sér um atvinnu. A leiðinni bar svo til, að meðan skipið stóð við á Homafirði barst honum í hendur skeyti frá Halldóri Ásgrímssyni kaupfélagsstjóra á Borgarfírði, síðar alþingismanni. í skeytinu spurði Halldór, hvort Sigurður gæti hugsað sér að flytjast til Borgarijarðar. Skeytið mun hafa komið Sigurði nokkuð á óvart og hugleiddi hann að sjálfsögðu þennan möguleika, en hélt engu að síður áfram ferðinni til Reykjavíkur, leitaði fyrir sér þar í bænum og grennd en fann ekkert sem honum þótti álitlegt að binda sig við, enda erfítt um atvinnu í Reykjavík á þessum ámm. Hann fór því heim eftir skamma dvöl syðra og fljótlega þar á eftir skrapp hann í skyndiferð til Borgarijarðar þar sem þau ráð réðust að hann flytti þangað, þá þegar um vorið. Auðvitað hafði ráðagerð Sigurðar að flytjast brott orðið hljóðbær um Loðmundarijörð, Víkur og Borgarijörð og vissulega gerðu menn sér ljóst, að skarð yrði fyrir skildi ef hæfíleikamaður á borð við hann flyttist brott. Sagði Sigurður Pál Sveinsson þá bónda í Breiðuvík, en síðar í Geitavík, hafa vakið máls á þessu við Halldór Ásgrímsson og vikið að honum svofelldum orðum: „Eigum við ekki að reyna að fá Sigurð til okkar meðan tími er til?“ Sigurður fékk húsnæði á Bakkaeyri, á Eyrinni eins og Borgfírðingar segja í daglegu tali, í verslunarhúsinu, sem Bjami Þorsteinsson frá Höfn byggði sumarið 1897 og er nú, viti ég rétt elsta hús á Borgarfírði. Þar hafði jafnan verið rekin verslun og var húsið í eigu Pöntunar- félags Borgarljarðar, sem þá var nýhætt verslunarrekstri. Þama var í fyrirsvari Hallgrímur Bjömsson, er verið hafði þar verslunarstjóri. Einnig átti Sigurður góðu að mæta hjá stjóm Pöntunarfélagsins og nefndi hann þar sérstaklega til Andrés Bjömsson bónda á Snotmnesi, sem var í stjóm Pöntunarfélagsins. Þá kvað hann Halldór Ásgrímsson hafa verið sér mjög innan handar við að koma sér fyrir í nýju umhverfí og gat þess sérstaklega, að Borgfírðingar hafí tekið sér vel. Verkstæði sitt hafði hann í kjallaranum á Eyrarhúsinu. Á Bakkaeyri var Sigurður aðeins eitt ár því hann réðist í að byggja upp eyðijörðina Þrándarstaði og setti íbúðar- húsið alllangt frá gamla bænum á þekkilegu flatlendi niðri við Hrafnána og nefndi Sólbakka. Fluttist hann þangað í ágúst sumarið 1938. Um þetta leyti keypti Kaupfélag Borgarljarðar verslunarhúsið á Eyrinni og flutti verslun sína þangað, en Sigurður fékk húsnæði fyrir verkstæði sitt í kjallaranum í húsinu Odda, en í því húsi hafði verslun kaupfélagsins verið fram að þessu og átti Halldór Ásgrímsson þar hlut að máli. Hér var ekki vatnsafl fyrir hendi eins og úr Hraunánni í Loðmundarfírði og varð Sigurður því að notast við mótor til að afla orkunnar. Verkstæði með mótor! Þetta var nýlunda á Borgarfírði. Er mönnum, sem þá vom á bamsaldri enn í minni þetta undur. Gægðust þeir gjama á glugga til að sjá hvað þama var að gerast, settu hönd fyrir útblástursrörið og öfluðu sér þannig svertu til að gera hver annan skuggalegri í framan en þeim var áskapað að vera, og þótti allgóð skemmtun. Eins má sjá af því er áður greinir þá var Sigurði ofarlega í huga hversu Borgfírðingar greiddu götu hans við komuna til Borgarfjarðar, en hafi hann talið sig standa í þakkarskuld við þá á þessum missemm fékk hann goldið þá skuld með góðum vöxtum síðar; ekki aðeins með vinnu sinni margvíslegri. Þegar hann gerðist brúarsmiður vom Borgfírðingar jafnan 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.