Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 155
Líðnn og framtíðarsýn ungmenna á Austurlandi
og hvatvísi. Því minna sem Raunsœið er, því
meiri er lífsgleði ungmennanna, vellíðan og
óvissa um framtíðina. Yfírleitt gáfu stúlkumar
til kynna minna Raunsœi í staðhæfíngum
sínum en piltarnir.
Líðan og Framtíðarsýn eru jákvætt tengd
Háskólanámi og samsvarar þetta almennum
viljatil áframhaldandi menntunar. Svipuð en
veikari tengsl greindust við Námshvörf, sem
undirstrikar að í Námshvörfum kemur fram
fremur tvírætt viðhorf til náms.
Bæði Gætni og Oryggiskennd eiga sér
jákvæða fylgni við Líðan en engin sambönd
við önnur viðhorf. Þetta bendir til þess að því
betur sem ungmennunum líður, því gætnari
séu þau og því minni tilhneigingu hafi þau
til áhættuhegðunar og jafnframt að því betur
sem þeim líður því öruggari séu þau og skynji
minni ógn í umhverfí sínu.
Flest rótgróin ungmenni búa með báðum
foreldrum, en mörg nýfluttra búa með öðru
foreldrinu. Þetta síðara veldur nýfluttum
piltum ekki vandræðum í áætlunum sínum
um framtíðina, öllu heldur hið gagnstæða, og
hafa þeir yfírleitt jákvætt viðhorf til áfram-
haldandi náms á háskólastigi. Um nýfluttar
stúlkur er aðra sögu að segja. Þær skýra frá
minna Aðhaldi en önnur ungmenni, sýna
minni Gætni, minni Námsgleði hafa nei-
kvætt viðhorf til Fláskóla almennt, og yfír-
leitt neikvæðari Framtíðarsýn. Þetta gefur til
kynna að þessar stúlkur séu í töluvert meiri
hættu en önnur ungmenni að lenda utan við
„hjálparnet samfélagsins“, t.d. að falla brott
úr skólakerfínu.
Y firleitt mótast viðhorf ungmenna af skoð-
unum og umræðu í umhverfi þeirra, ekki síst
um atvinnumöguleika og framtíðarhorfur.
Þetta á bæði við um ungmenni sem ætla sér
í langskólanám og þau sem ætla að fara að
vinna að lokinni núverandi skólagöngu. Tengsl
ungmennanna við nánasta umhverfi sitt eru oft
afgerandi fyrir menntunar- og búsetu-áform
þeirra og aðlögun almennt. Því sterkari sem
tengslin eru, því sáttari eru ungmennin við
að annaðhvort búa áfram í heimahögum eða
fara í framhaldsnám og flytja tímabundið burt
af svæðinu. Þótt ofangreind viðhorf séu ekki
tæmandi segja þau okkur margt um hugar-
heim, sjálfsímynd, tilfmningar og væntingar
ungmennanna. Með hliðsjón af þessu getum
við dregið ályktanir um viðhorf annarra ung-
menna. Gildi viðhorfanna má einnig meta
með hliðsjón af fyrri rannsóknum. Þar má
m.a. sjá greinileg, jákvæð áhrif stöðugleika
uppeldis og ijölskyldu á líðan ungmenna og
áhrif heilsteyptrar Qölskyldugerðar á hegðun
þeirra og val á framtíðarstarfí og menntun.
Forspárgildi viðhorfanna takmarkast
einkum af því að hér er um að ræða takmarkað
mengi staðhæfínga sem var svarað af tak-
mörkuðum hópi ungmenna, á takmörkuðu
aldursbili, á takmörkuðu svæði og á takmörk-
uðum tíma. Ef allar þessar takmarkanir eru
teknar til greina er ekkert því til fyrirstöðu að
nota niðurstöðurnar sem undirstöðu alhæfinga
um viðhorf ungmenna á svipuðum aldri undir
svipuðum aðstæðum.
Samantekt
Töluverðar breytingar hafa orðið í mörgum
íslenskum dreifbýlissamfélögum á undan-
förnum árum. Atvinna í hefðbundnum
greinum hefur lagst af, fólk flust burt og íbúa-
tjöldi minnkað. Meðalaldur íbúanna færist
upp á við þar sem oftar en ekki er það yngri
kynslóðin sem fer annað í leit að viðurværi.
Ef þessi samfélög eiga að halda áfram að vera
til sem slík er þó mikilvægt fyrir þau að missa
ekki ungmennin burt.
I þessari rannsókn voru greind viðhorf
ungmenna búsettra á Austurlandi til fram-
tíðarbúsetu á svæðinu. Flest þeirra voru nem-
endur við Menntaskólann á Egilsstöðum.
Tveir hópar greindust m.t.t. lengdar búsetu
á svæðinu, „nýflutf ‘ (< 10 ár) og „rótgróin“
(> 10 ár).
153