Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 27

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 27
Helgi Hallgrímsson Plíníus Islands Um Jón lærða og ritverk hans Jön Gnðmundsson, er kallaður var hinn lærði, er einhver eftirminnilegasta persóna, sem uppi hefur verið hér á landi. Hann var ekki skólalærður, þrátt fyrir viðumefni sitt, en kunni eitthvað í dönsku og þýsku og hrafl í latínu og spænsku. Hann hefur bersýnilega lagt sig eftir hvers konar fróðleik og drukkið í sig þær örfáu fræðibækur sem hann komst í tæri við. Fróðleikur Jóns er undarleg blanda af hjátrú og þekkingu, eins og títt var á samtíð hans. Vættir og draugar eru honurn jafn raunverulegir og mannfólkið, og ekki er efamál að hann hefur trúað því að hægt væri að fá ýmsu framgengt með göldrum. Mestalla ævi taldi hann sig verða fyrir ásókn og jafnvel ofsókn af dulrænum toga, sem bendir máske til að hann hafí ekki verið alveg heill á geði. Jón samdi mörg rit, fræðileg eðlis, er sum urðu nokkuð þekkt í afskriftum, en það er ekki fyrr en á síðustu öld, um 250 árum eftir lát hans, að farið er að gefa verulegan gaum að þeim og gefa þau út. Nú er hann talinn frumkvöðull náttúruþekkingar hér á landi, og einn besti heimildamaður um hugarheim þjóðarinnar á 16. og 17. öld, um hjátrúna ekki síst. Jón orti tjölda ágætra kvæða og má jafna honum við höfuðskáld samtíma síns, þá Hall- grím Pétursson og Stefán Ólafsson í Vallanesi, sem voru nokkru yngri. Eitt síðasta verk hans var að útleggja ,Heimshistoríu‘ úr þýsku. Jón var drátthagur og hagvirkur, endurritaði gömul handrit og skreytti, og fékkst við útskurð, m.a. úr hvaltönnum. I samtíma heimildum er hann nefndur málari og tannsmiður. Jón lærði hefur fengið misjafna dóma gegnum aldirnar, og sumir fyrri tíðar fræði- menn voru ósparir á að níða hann niður. Saga Jóns er harmsaga mikils gáfumanns, sem rangsnúið aldarfar var næstum búið að gera út af við. Hann var dæmdur í útlegð fyrir galdrakukl, sem á hann var borið af fulltrúa konungsvaldsins, og munaði e.t.v. mjóu að hann yrði brenndur. Það má telja Austfirð- ingum til hróss, að þeir skutu skjólshúsi yfir þennan vestfirska eldhuga og ógæfumann, og þar átti hann sæmilegt athvarf síðustu áratugi ævinnar. A Austurlandi samdi hann öll meiri háttar ritverk sín, sem miðað við aðstæður eru furðu mikil að vöxtum. Ymsar heimildir eru til um æviferil Jóns lærða. Fyrst ber að nefna kvæðið Fjölmóð, sem hann orti um ævi sína háaldraður. Þá hafa Páll Eggert Ólason (1916), Halldór Hermannsson (1924), Benedikt Gíslason frá Hofteigi (1950) o. fl. ritað æviágrip hans. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.