Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 146
Múlaþing
■ 2003
□ 2009
*— % Aulming
30:: <q
tr
20' - c
S)
0% w
10%
Vf Nlv
Svæði
Mynd 4. Aukning íbúajjölda 2003 til 2009 á Austurlandi og í öðrum landshlutum (samkv. gögnum frá Hagstofu
íslands, 2011).
er athyglinni einkum beint að áhugamálum
ungmennanna, framtíðarsýn, m.t.t. búsetu,
atvinnu og mennta, líðan þeirra og væntingum
um framtíðarstöðu í lífínu. Viðhorf ungmenn-
anna eru hér auk þess sett í samhengi kyns,
aldurs og ýmissa félagslegra þátta. Leitast
er við að greina áhrif þróunar síðustu ára á
viðhorf ungmennanna og fá vísbendingar
um hvemig skapa megi raunhæfan grundvöll
fýrir æskilegri þróun staðbundinnar fræðslu
og atvinnutækifæra á svæðinu.
Fyrri rannsóknir á högum ungmenna
Líðan og framtíðarsýn ungmenna ákvarðast
af ýmsum persónueiginleikum, auk annarra
þátta, m.a. í hlutrænu og félagslegu umhverfi
þeirra. I rannsóknum á högum íslenskra bama
og ungmenna hefur athyglin einkum beinst
að áhugamálum þeirra, tómstundum, fj öl-
skyldu, áhættuhegðun og vellíðan almennt og
í skólanum. Allir þessir þættir gegna hlutverki
í að móta lífssýn og viðhorf ungmennanna.
Rannsóknarmenn við Háskólann á Akur-
eyri hafa á síðasta áratug beint sjónum sínum
gagngert að ungmennum á landsbyggðinni,
högum þeirra, afkomu og áformum um fram-
tíðaratvinnu og -menntun. Þeir færðu fyrir
því rök, þegar árið 2004, að búsetuáform
unglinga geti skipt máli fyrir þróun og mótun
einstakra byggðarlaga, þar eð þessi áform spái
þokkalega vel fyrir um framtíðarbúsetu þeirra.
Nýjar rannsóknir sömu rannsóknarmanna
benda til, að þjóðarstolt íslenskra ungmenna
sé enn töluvert (um 50% eru mjög stolt), en
hafi minnkað frá því fyrir hrun. Mestu máli
skipti samt heimabyggðin, og hafði átthagaást
aukist um 10% frá 2007, en ísland sem slíkt
skiptir einnig miklu máli fyrir ungmennin.
Mörg ungmenni töldu að þau myndu flytjast
frá sínu byggðarlagi og hafði löngunin til að
flytja til útlanda aukist töluvert frá því áður.
Ungmennin töldu þó oftast síður líklegt að þau
myndu búa erlendis til lengri tíma. Unglingar
af erlendum uppruna voru líklegri til að flytja
en ungmenni með rætur á Islandi, en viljinn,
bæði til að flytja burt og til að flytja aftur til
heimahaga, var almennt sterkastur á Austur-
landi.
144