Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 56
Múlaþing
Brýrnar yfir Gilsá á Jökuldal. Nýrri brúin var byggð undir stjórn Sigurðar og var það hans stærsta og jafnframt
síðasta brúarsmíði. Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson
Sigurður lét síðan strengja tvo stálvíra, þumlung í þvermál, undir brúna og mátti þó ekki
tæpara standa að spilin og blökkin næðu að lyfta brúarendanum í stæði sitt, því svo mjög
tognaði á stálvírunum.
Lengstan tíma tók smíði brúarinnar á Gilsá á Jökuldal, enda stærsta brúin, sem Sigurður
byggði, eins og fyrr greinir og jafnframt hin síðasta. Þetta er glæsilegt mannvirki og ómaksins
vert fyrir þá sem þama eiga leið um að stíga út úr bifreiðinni, ganga spöl upp með gilinu og
jafnvel niður í það og virða fyrir sér þessa smíð.
Hér gerðist minnisverð saga, er brúin var byggð. Er stöplar vom fullgerðir og verið var
að draga stálbitagrindina yfir slitnaði dráttartaug rétt áður en grindin náði millistöpli. Var
bilið þó ekki lengra en svo að hægt var að leggja planka af stöplinum yfir á grindina. Voru
lagðir tveir plankar, hlið við hlið og eftir þeim skreið Sigurður yfir á næsta þverbita og festi
taugina á nýjan leik. Til er mynd af honum á leið milli stöpuls og grindar á mjóum plönkum.
Ég hygg að engan, sem sér þessa mynd, grani, að þama er 72ja ára gamall maður á ferð í 36
metra hæð yfir gljúfurbotninum.
Þetta var glæsilegur endir á löngum og giftudrjúgum ferli. I verkum sínum sameinaði
Sigurður kapp og forsjálni, enda slapp hann með alla sína menn heila frá brúarsmíðum utan
hvað einn maður laskaðist eitt sinn lítillega á fæti, en var kominn heill á ný til vinnu eftir fáa
daga; og í spjalli okkar lét hann ekki hjá líða að taka fram, að hann hafi jafnan verið heppinn
með menn.
En er það ekki einmitt einkenni góðs verkstjóra „að vera heppinn með menn“? Að ná því
besta fram hjá hverjum og einum starfsmanna sinna?
Öll þessi Ijarvistarsunuir Sigurðar hvíldi búreksturinn heima á Sólbakka á herðum konu
hans, Nönnu Þorsteinsdóttur og Jóns sonar þeirra og fórst þeim hann vel úr hendi.
Síðustu vetuma áður en Sigurður Jónsson hætti brúargerð tók hann að smíða listmuni.
Hann renndi vasa og krúsir, gerði líkön af gömlum áhöldum, svo sem strokkum, skjólum,
54