Saga - 2015, Síða 172
fjöllun um tengingar texta og mynda er oft áhugaverð og einnig vangaveltur
um hvernig hann hefur búið til myndirnar. Aðeins er farið út í að bera
saman við fyrirmyndir, þótt það sé yfirlýst stefna að leggja ekki áherslu á
það. eitt af því áhugaverða sem fjallað er um er dæmi sem sýnir fram á
greinilega fyrirmynd að risa úr útgáfu Landnámubókar frá 1688, þar sem
sett er fram mynd sem á að vera af Ingólfi Arnarsyni (bls. 154–155). Sigurður
Gylfi fjallar ekki um fagurfræðina, enda þótt hún geti verið áhugaverð í
þessu samhengi, heldur hefur áhuga á framandleikanum sem birtist í
myndum Jóns Bjarnasonar, einnig samhenginu á milli mynda og texta (bls.
132–134).
Þegar kemur að hinu stærra samhengi eru niðurstöður bókarinnar á
almennum nótum, og í raun og veru ekki beintengdar Jóni Bjarnasyni og
alfræðiriti hans. Það er kannski nokkuð sterkt að orði kveðið, en þó er erfitt
að horfa framhjá því að röksemdafærslan er í mörgu óháð alfræði Jóns
bónda og sögulegum veruleika vatnsdalsins. Í grein Sigurðar Gylfa má e.t.v.
segja að fremur sé litið á tilvist handritsins sem tilefni fræðilegra vanga -
veltna um alþýðumenningu á 19. öld, og með þeim reynt að skýra af hverju
sérsinna bóndi, sem ekki komst til mennta, fór að skrifa slíkt handrit, heldur
en sjálfar viðtökurnar sem samkvæmt formála bókarinnar er megin við -
fangs efni hennar. Þar segir: „við höfundar verksins höfðum ekki áhuga á að
þefa uppi fyrirmyndir þessa alfræðiverks Jóns bónda nema að litlu leyti og
bera þær saman við sköpun hans“ (bls. 11). Heldur er sjónum beint að
rýminu til sköpunar í 19. aldar samfélaginu: „Reynt er að skýra þau áhrif
sem handritið kann að hafa haft á þroska fólks og hugmyndaauðgi. Tilraun
er gerð til að tengja þessa vinnu Jóns bónda við aðra skapandi hugsun á
Íslandi á 19. öld. Í þessum skilningi er hér um nokkurs konar viðtökusögu
að ræða“ (bls. 12). ekkert liggur fyrir um að handritið hafi farið af bæ Jóns
bónda, þótt vangaveltur séu settar fram um möguleg áhrif ritanna og mynd-
anna á hugsanlega lesendur (t.d. 36–37, 147 og 199–200).
ekki er þar með sagt að það sé ekki áhugavert, brýnt eða æskilegt að
skoða menningarheim íslenskrar alþýðu út frá eigin forsendum eða þeim
fræðilega grunni sem hér er settur fram. Hér er dregin upp mynd af ein-
angruðum sveitamanni sem hafi búið fjarri alfaraleið, þó svo að í 19. aldar
samhengi hafi hann e.t.v. ekki búið eins afskekkt eða fjarri menning-
armiðstöðvum og vatnsdalurinn er talinn vera nú á tímum. Til að rökstyðja
viðtökurnar og áhrif skrifanna í nærumhverfinu er sett fram túlkun á
sérstöðu alþýðumenningar á Íslandi og hún byggð á því að Íslendingar hafi
búið yfir óvenjumikilli lestrarkunnáttu miðað við evrópskan almenning um
miðja 19. öld. Það vekur athygli að sjá þá áherslu sem lögð er á einsleitni
alþýðumenningar og hugmynd um sérstöðu íslenskrar alþýðu miðað við
evrópska, án þess að það sé skilgreint nánar hvaða hópa, lönd eða svæði
gæti verið átt við. Um leið og gagnrýnt er að hinn þjóðernissinnaði skóli í
hugvísindum á Íslandi hafi fram eftir 20. öld litið svo á að saga lands og
ritdómar170
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 170