Saga


Saga - 2019, Page 7

Saga - 2019, Page 7
F O R M Á L I R I T S T J Ó R A Hún er falleg, myndin sem prýðir forsíðu Sögu. Steinunn Thorsteinsson og Sig - þrúður Brynjólfsdóttir stilla sér upp í faðmlögum á ljósmyndastofunni þar sem þær unnu báðar og horfast ástúðlega í augu. Íris Ellenberger, Hafdís Erla Haf - steins dóttir og Ásta Kristín Benediktsdóttir skrifa um ljósmyndina sem sögulega heimild og setja hana í samhengi við hugmyndir um rómantíska vináttu kvenna við upphaf tuttugustu aldar. Íris, Hafdís og Ásta hafa undanfarin misseri unnið að nýstárlegri rannsókn á hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum, undir yfirskriftinni Hinsegin huldukonur, og verður spennandi að sjá frekari af - rakst ur þess verkefnis. Álitamál Sögu að þessu sinni snýr að sögulegum tengslum Íslands og Dan - merkur, máli sem var mjög í deiglunni á liðnu ári. Tveir íslenskir og tveir danskir fræðimenn voru fengnir til að fjalla um efnið frá ólíkum sjónarhólum, þau Søren Mentz, Anna Agnarsdóttir, Michael Bregnsbo og Katla Kjartansdóttir. Í heftinu eru þrjár ritrýndar greinar. Í þeirri fyrstu skrifar Erla Hulda Hall - dórs dóttir um sagnaritun íslenskra kvenna fyrir tíma akademískrar kvennasögu. Erla Hulda fjallar um þessa sagnaritun sem viðbragð við karllægri þjóðarsögu þar sem hlutur kvenna var iðulega hunsaður og það hvernig henni var beitt til að styrkja stöðu og ímynd kvenna sem fullgildra þátttakenda í samfélaginu. Önnur ritrýnd grein heftisins er eftir Árna Daníel Júlíusson. Þar er markmiðið að grafast fyrir um orsakir þess að mannvíg lögðust af í íslensku samfélagi um miðja sext- ándu öld en þau voru lögleg dráp sem höfðu ákveðna stöðu í réttarkerfinu og höfðu verið reglulegur viðburður í landinu fram að því. Árni Daníel færir rök fyrir því að þróunin tengist breytingum á hlutverki og stöðu ríkisvaldsins á Íslandi á þessum tíma. Loks skrifar Arnór Gunnar Gunnarsson grein um hina svo- kölluðu Rainbow Navigation-deilu sem snerist um það hvaða fyrirtæki, íslensk eða bandarísk, ættu að hafa leyfi til vöruflutninga fyrir bandarísku herstöðina á Miðnesheiði. Arnór setur deiluna í samhengi við ástandið í kalda stríðinu um miðjan níunda áratug síðustu aldar og tengsl íslensku skipafélaganna við stjórn- völd á Íslandi. Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir leiðir fram áhugavert skjal í þættinum Úr skjala- skápnum og segir frá heimild sem ekki hefur hlotið mikla athygli hingað til: Skrá yfir 519 muni úr eigu Skúla Magnússonar sem seldir voru hæstbjóðendum á uppboði í Viðey árið 1794, eftir að Skúli hafði verið knúinn til að segja af sér emb- ætti og hald lagt á eigur hans. Jóhanna skoðar hvaða munir þetta voru og hverjir keyptu þá. Þá flytja Guðbrandur Benediktsson og Anna Dröfn Ágústsdóttir les- endum Sögu fregnir úr safnaheiminum og skrifa um hina metnaðarfullu nýju grunnsýningu Sjóminjasafns Reykjavíkur, Fiskur og fólk, sem opnaði sumarið 2018. Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.