Saga - 2019, Page 9
íris ellenberger, hafdís erla hafsteinsdóttir
og ásta kristín benediktsdóttir
Meira en þúsund orð
Ljósmyndun og rómantísk vinátta
við upphaf tuttugustu aldar
Ljósmyndir eru afar athyglisverðar heimildir fyrir sagnfræðirann-
sóknir á sviði tilfinninga, vinskapar og kynverundar. Þær veita okk-
ur meðal annars innsýn í tíma þegar líkamleg nánd hafði aðra merk-
ingu og línurnar milli vinskapar og rómantíkur eða kynferðissam-
bands voru dregnar annars staðar en nú tíðkast. Sú mynd sem prýðir
forsíðu Sögu að þessu sinni er gott dæmi um slíkt. Á henni má sjá
látbragð sem margir myndu í dag túlka sem vitnisburð um hrifn -
ingu en þegar haft er í huga að myndin var tekin við upphaf tuttug-
ustu aldar, þegar nánd milli tveggja kvenna var litin öðrum augum
en nú, verður ljóst að slík túlkun er ekki sjálfsögð. Ljós mynd in býð -
ur því upp á áhugaverðar vangaveltur um eðli vinskaparins sem
sést á henni, mörk milli vináttu og rómantíkur og náin sambönd
kvenna á sviði ljósmyndunar við upphaf tuttugustu aldar.1
En hvað sýnir myndin? Konurnar heita Steinunn Thorsteinsson,
sem stendur til vinstri, og Sigþrúður Brynjólfsdóttir.2 Þær voru báð -
ar ráðnar sem nemar á Ljósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar, bróð -
ur Sigþrúðar, árið 1906 ásamt Pétri Leifssyni, Sigríði Zoëga og
Jóhönnu Sigþrúði Pétursdóttur, konunni sem tók myndina sem hér
um ræðir. Að öllum líkindum var myndin tekin á þessum vinnustað
þeirra vinkvenna á árunum 1906–1915 enda hæg heimatökin. Myndir
í eigu Þjóðminjasafns Íslands og Ljósmyndasafns Reykja víkur benda
til þess að starfsfólkið þar hafi gjarnan látið mynda sig saman, í
Saga LVII:1 (2019), bls. 7–17.
F O R S Í Ð U M y N D I N
1 Grein þessi er afrakstur verkefnisins Hinsegin huldukonur. Hinsegin kynverund
kvenna í íslenskum heimildum 1700–1960 sem unnið var af höfundum með styrk frá
Jafnréttissjóði Íslands, Nýsköpunarsjóði námsmanna og Þróunarsjóði námsgagna.
2 LR. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur) Jóhanna Sigþrúður Pétursdóttir 2017 15 071.
Íris Ellenberger, Hafdís E. Hafsteinsdóttir og Ásta K. Benediktsdóttir, huldukonur@gmail.com
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 7