Saga - 2019, Síða 10
stærri eða smærri hópum, jafnt við formleg sem óformleg tækifæri.
Því eru varðveittar allmargar myndir af Steinunni, Sigþrúði, Sigríði
og Jóhönnu sem oft virðast teknar í þeim tilgangi að fanga vinskap-
inn á milli þeirra. Augnablikið sem við sjáum á myndinni af Stein -
unni og Sigþrúði er þó að mörgu leyti einstakt, sérstaklega ef það er
skoðað í ljósi lífshlaups kvennanna og við hvaða aðstæður myndin
var tekin.
Við vitum ekki margt um Sigþrúði Brynjólfsdóttur. Hún fæddist
árið 1889 á Ólafsvöllum í Árnessýslu og lærði ljósmyndun á stofu
bróður síns á fyrsta áratug tuttugustu aldar en gera má ráð fyrir að
hún hafi líkt og hinar konurnar á stofunni aðallega sinnt frágangi og
framköllun.3 Árið 1920 stofnaði hún síðan ljósmyndastofu að Lauga -
vegi 11 ásamt Jóhönnu Pétursdóttur og Önnu Jónsdóttur. Í fram-
haldinu er lítið vitað um lífshlaup Sigþrúðar en hún lést árið 1928,
39 ára að aldri.
Steinunn Thorsteinsson fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1886,
dóttir Birgittu Eiríksdóttur og Steingríms Bjarnasonar Thorsteins -
son, skálds og rektors við Lærða skólann í Reykjavík. Hún stundaði
nám við Kvennaskólann veturinn 1902–1903 og hóf síðan nám í ljós-
myndun hjá Pétri Brynjólfssyni árið 1906 ásamt Sigþrúði, Jóhönnu
og æskuvinkonunni Sigríði. Að námi loknu árið 1910 hélt Steinunn
áfram störfum á ljósmyndastofu Péturs allt fram til 1915. Árið 1914
lauk Sigríður Zoëga ljósmyndanámi í Köln í Þýskalandi og setti á fót
eigin stofu í Reykjavík sem eyðilagðist í bruna ári síðar. Þá tóku
Steinunn og Sigríður höndum saman, keyptu Ljósmyndastofu Péturs
Brynjólfssonar sem þá var að hætta störfum og héldu rekstrinum
áfram undir nafninu Sigríður Zoëga og Co.4 Þar starfaði Steinunn
fram til 1964.5
Konan á bak við myndavélina er Jóhanna Sigþrúður Pétursdóttir
sem fæddist að Hálsi í Fnjóskadal árið 1888. Hún var skólasystir
Steinunnar í Kvennaskólanum í Reykjavík á árunum 1902–1903 og
í hópi þeirra sem hófu nám hjá Pétri Brynjólfssyni frænda hennar
árið 1906, en Jóhanna og systkinin Pétur og Sigþrúður voru bræðra-
íris , hafdís erla og ásta kristín8
3 Æsa Sigurjónsdóttir, „Sigríður Zoëga ljósmyndari í Reykjavík“, Sigríður Zoëga
ljósmyndari í Reykjavík. Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir (Reykjavík: Þjóðminjasafn
Íslands 2000), bls. 7–64, einkum bls. 14.
4 Inga Lára Baldvinsdóttir, Ljósmyndarar á Íslandi (Reykjavík: Þjóðminjasafn
Íslands og JPV útgáfa 2001), bls. 330.
5 Inga Lára Baldvinsdóttir, Ljósmyndarar á Íslandi, bls. 352.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 8