Saga - 2019, Page 13
voru á ljósmyndastofu Péturs en í því safni eru fá, ef nokkur, dæmi
um fólk í viðlíka faðmlögum. Sú staðreynd að myndin er varðveitt
í einkasafni Jóhönnu bendir til þess að nándin sem kemur fram á
myndinni hafi ekki átt að vera fyrir allra augum. Það að hún skuli
yfirleitt hafa verið tekin og varðveitt ber þó einnig vott um að náinn
vinskapur og tilfinningasambönd kvenna af heldri stigum hafi þrif -
ist í Reykjavík við upphaf tuttugustu aldar.
Fræðimenn á sviði sögu kynverundar hafa fyrir margt löngu
komist að því að mörk rómantíkur og vináttu eru samfélagslega
mótuð af samspili ólíkra þátta, til dæmis hugmynda um eðli hjóna-
bands og æskileg kynhlutverk. Það þýðir að hegðun sem á einum
tímapunkti flokkast undir eðlilegt vinarþel getur seinna meir verið
túlkuð sem dónaskapur eða merki um óheilbrigð og óeðlileg sam-
skipti.11 Hugtakið rómantísk vinátta hefur gjarnan verið notað af
fræðimönnum í umfjöllun um óræð mörk milli vináttu og ástarsam-
banda við upphaf tuttugustu aldar. Undir formerkjum náinnar vin-
áttu gátu einstaklingar af sama kyni þróað og ræktað með sér
innileg tengsl sem báru ýmis merki ástarsambands, til dæmis heit-
strengingar, ástarjátningar og óskir um faðmlög og kossa, án þess að
vera álitin ósiðleg eða litin hornauga. Rómantísk vinátta hefur sér-
staklega verið rannsökuð með tilliti til sambanda kvenna og í ljósi
íhaldssamra hugmynda nítjándu aldar um eðli kvenna sem voru
ekki taldar búa yfir kynferðislegu sjálfsvaldi (e. agency). Erótík milli
kvenna var talin lítilvæg og féll til dæmis utan við umræðu kyn -
fræð inga um kynhverfu (e. sexual inversion) eða samkynhneigð. Þær
hugmyndir voru að auki bundnar við læknisfræðilega orðræðu um
geðraskanir og því átti fólk sem áleit sig hvorki veikt né óeðlilegt
erfitt með að máta sig við þær. Rómantísk vinátta þreifst enda fyrst
og fremst meðal kvenna af efri stéttum sem að flestu leyti sam-
ljósmyndun og rómantísk vinátta 11
11 Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, „„Forsenda fyrir betra lífi“? Tilraun til skilgrein-
ingar á hinsegin sögu“, Svo veistu að þú varst ekki hér. Hinsegin sagnfræði og hins-
egin saga á Íslandi. Ritstj. Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís
Erla Hafsteinsdóttir (Reykjavík: Sögufélag 2017), bls. 21–58, einkum bls. 42–44.
Gott dæmi um slíka tilfærslu á mörkum hins ásættanlega og ósiðlega eru kossa -
siðir íslenskra karla á fyrri helmingi tuttugustu aldar. Sjá: Lbs.–Hbs. (Lands -
bókasafn Íslands –Háskólabókasafn) Helgi Hrafn Guðmundsson, „Karlmenn
faðmast og kyssast eins og unnustufólk.“ Líkamleg nánd íslenskra karlmanna
á nítjándu öld. BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2015, http://hdl.
handle.net/1946/22782.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 11