Saga - 2019, Page 17
í íbúasamsetningu bæjarins gaf þeim möguleika á að lifa annars
konar lífi en gagnkynhneigðu fjölskyldulífi og myndaði grundvöll
fyrir tilfinningasambönd milli kvenna, þótt óljóst sé hvaða tilfinn-
ingar Steinunn og Sigþrúður báru til hvor annarrar.
Annað sem styður hinsegin lestur á ljósmyndinni er samband
Steinunnar og Sigríðar Zoëga. Sem fyrr segir stofnuðu þær ljós-
myndastofuna Sigríður Zoëga og Co. í Reykjavík árið 1915 og ráku
hana saman allt til 1964. Þær voru einnig sannkallaðir lífsförunautar,
æskuvinkonur sem fylgdust að í námi og starfi alla ævi. Þær virðast
aðeins hafa verið aðskildar á árunum 1911–1914 þegar Sigríður var
í námi hjá hinum virta ljósmyndara August Sander í Köln í Þýska -
landi. Þá hvatti hún Steinunni ítrekað til að koma út til sín og hefja
nám í ljósmyndun en Steinunn sagðist ekki hafa löngun til utan -
ferða. Enn fremur má lesa úr bréfum Sigríðar frá námsárunum að
hún hafi lengi gengið með þann draum að opna ljósmyndastofu
með Steinunni.22 Þegar Sigríður kom heim hófu þær að starfa saman
og deildu síðan heimili að því er virðist frá því einhvern tímann á
fjórða áratugnum og þar til Sigríður lést árið 1968. Sigríður eignaðist
eina dóttur, Bryndísi, með Jóni Stefánssyni listmálara en ekki virðist
hafa staðið til að þau stofnuðu fjölskyldu. Aftur á móti rita Bryndís
og eiginmaður hennar, Snæbjörn Jónasson, undir tilkynningu um
andlát Steinunnar í Morgunblaðinu 16. júlí 1978.23 Það bendir til þess
að þau hafi álitið sig tengd Steinunni fjölskylduböndum.
Út frá sjónarhorni sögu kynverundar fellur samband Sigríðar og
Steinunnar vel að kenningum um rómantíska vináttu heldri kvenna
á Vesturlöndum. Til eru nokkuð margar ritaðar heimildir sem segja
frá þeim og vináttu þeirra og ber þá auðvitað hæst þær sem tengjast
starfsvettvangi þeirra, ljósmynduninni. Sé rýnt í þær heimildir kem-
ur glögglega í ljós að persónulegt samband þessara tveggja ljós-
myndara var bæði náið og innilegt og náði út fyrir hin hefðbundnu
mörk vináttu og faglegs samstarfs. Við vitum ekki hvaða þýðingu
sambandið hafði í huga þeirra sjálfra og munum líklega aldrei
komast að því. Þó er ljóst að þær reyndu ekki markvisst að fela það.
ljósmyndun og rómantísk vinátta 15
en svo virðist sem þau hafi slitið henni skömmu síðar og Jens horfið af landi
brott og starfað síðan sem gasstöðvarstjóri í Noregi. Sjá: Gjallarhorn 5. ágúst
1911, bls. 105; Fálkinn 15. ágúst 1936, bls. 6; Morgunblaðið 17. desember 1966,
bls. 22.
22 Æsa Sigurjónsdóttir, „Sigríður Zoëga ljósmyndari í Reykjavík“, bls. 34, 36–37.
23 Morgunblaðið 16. júlí 1978, bls. 38.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 15