Saga - 2019, Page 21
Ísland — Danmörk
Síkvik söguleg tengsl
Á síðasta ári bárust fregnir af því að sökum krafna um niðurskurð
og sparnað stæði til að leggja niður kennslu í íslensku, færeysku og
forníslensku (d. oldislandsk) við Kaupmannahafnarháskóla.1 Ástæð -
an var aukin krafa stjórnvalda um hagræðingu í rekstri skólans, sem
meðal annars fólst í nýjum reglum um lágmarksfjölda nemenda. Þar
sem nemendur umræddra námsgreina (sem reyndar voru aðeins
kenndar sem valgreinar) voru teljandi á fingrum annarrar handar
var ekki talið raunhæft að halda úti kennslu í þessum greinum.
Fyrirhugaður niðurskurður vakti töluvert umtal í Danmörku og á
Íslandi. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason velti því fyrir sér í blogg-
færslu hvort rétt væri að Íslendingar svöruðu í sömu mynt og legðu
niður dönskukennslu í skólum landsins.2 Umræða þess efnis átti sér
raunar stað í fjölmiðlum um svipað leyti eftir að könnun MMR
leiddi í ljós að 38% landsmanna væru hlynntir því að leggja alfarið
niður dönskukennslu í grunnskólum, sami fjöldi og sagðist hlynnt -
ur áframhaldandi dönskukennslu.3 Áhyggjur af fyrirhuguðum
niðurskurði við Kaupmannahafnarháskóla leiddu til íhlutunar Lilju
Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, sem fundaði
með dönskum kollega sínum til að leita lausna. Að lokum var fallið
frá þessum áformum svo að enn má nema íslensku við Kaup manna -
hafnarháskóla, fyrrum höfuðvígi kennslu og rannsókna í íslenskum
Saga LVII:1 (2019), bls. 19–51.
Á L I TA M Á L
1 Nanna Balslev, „Det er slut med at læse islandsk på KU“, Uniavisen 24. maí 2018.
https://uniavisen.dk/det-er-slut-med-at-laese-islandsk-paa-ku/, sótt 22. mars
2019.
2 Egill Helgason, „Íslendingar geta svarað í sömu mynt og hætt að kenna
dönsku“, Silfur Egils — Eyjan.is 30. maí 2018. https://eyjan.dv.is/eyjan/2018/
05/30/islendingar-geta-svarad-somu-mynt-og-haett-ad-kenna-donsku/, sótt
22. mars 2019.
3 Kristín Sigurðardóttir, „Danska í litlu uppáhaldi hjá Miðflokksfólki“, RÚV.is 4.
júlí 2018. http://www.ruv.is/frett/danska-i-litlu-uppahaldi-hja-midflokksfolki,
sótt 22. mars 2019.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 19