Saga - 2019, Page 22
fræðum frá þeim tíma þegar Ísland var enn hluti hins danska kon-
ungsríkis.4
Á meðan á þessari umræðu stóð, um stöðu íslenskukennslu í
Danmörku og dönskukennslu á Íslandi, var undirbúningur í fullum
gangi fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hvarvetna mátti sjá og
heyra áminningar um fyrrum samband landanna tveggja, sem sam-
einuð voru undir einum konungi í um það bil hálft árþúsund, frá
Kalmarsambandi síðmiðalda til heimastjórnartímans og loks skamm -
vinns skeiðs konungsríkisins Íslands frá 1918 til 1944. Áhersla
hátíðahaldanna á 100 ára fullveldi landsins undirstrikaði þó að
formlegt samband Íslands og Danmerkur heyrði sögunni til, það var
hluti af fortíðinni en ekki Íslandi nútímans, þó að vissulega væru
löndin bundin nánum vináttuböndum fram á okkar dag. Þessi
óvenju ríka áhersla á söguleg og menningarleg tengsl landanna
tveggja, sem greina mátti í þjóðmálaumræðu síðasta árs, vakti upp
spurningar hjá undirrituðum um afstöðu sagnfræðinga til viðfangs-
efnisins. Ég man ekki til þess að hafa heyrt á Ísland minnst í eitt
einasta skipti í efnistökum eða námsefni á þeim þremur árum sem
ég var við BA-nám í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla fyrir
rúmum áratug. Ekki fer heldur mikið fyrir Danmerkursögu í sagn -
fræðikennslu við Háskóla Íslands, þó að óhjákvæmilega sé komið
inn á efnið í umfjöllun um Íslandssögu. En hver er staða rannsókna
á sambandi landanna tveggja? Eru sagnfræðingar óþarflega skeyt-
ingarlausir um áhrif sögu hvors lands á sögu hins? Ræður þjóðern-
ismiðuð söguskoðun enn ríkjum, líkt og raunin var um miðbik tutt-
ugustu aldar, svo að hún liti enn í dag efnistök og sjónarhorn sagn -
fræðinga í rannsóknum á sambandi landanna? Eða hefur tími sagn -
fræðirannsókna „án tilfinninga“ (svo vísað sé til orða Sørens Mentz
í pistli um efnið hér að aftan) loks runnið upp? Hvernig er sögu
sambands landanna haldið við á sýningum eða öðrum opinberum
vettvangi?
Með þessar spurningar að leiðarljósi var leitað til fjögurra fræði-
manna, sem allir hafa rannsakað sambandssögu landanna tveggja;
tveggja Dana og tveggja Íslendinga. Anna Agnarsdóttir, prófessor
emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands, fjallar í pistli sínum um
söguritun um samband landanna tveggja og kemst að raun um að
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl20
4 „Íslenska áfram kennd við Kaupmannahafnarháskóla“, Kjarninn 7. september
2018. https://kjarninn.is/frettir/2018-09-07-islenska-afram-kennd-vid-kaup-
mannahafnarhaskola/, sótt 22. mars 2019.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 20