Saga - 2019, Page 24
anna agnarsdóttir
Sögulegt samband Danmerkur og Íslands
Eru þetta hverfandi tengsl í samtímanum?
Ég á ekki von á að það séu margir Íslendingar í dag sem líta Dani
hornauga fyrir að hafa „kúgað“ Ísland í tæp sex hundruð ár. Strax
árið 1935 var Kristján Albertsson rithöfundur þakklátur fyrir það að
Íslendingum hafði tekist að komast hjá því „að Danahatrið yrði að
illkynjuðum sjúkdómi á Íslandi“ og bætti við að „óvild okkar til
Dana … má nú heita úr sögunni“.1 Hvers eðlis stjórn Dana á Íslandi
hafi verið er þó enn spurning sem vekur sagnfræðinga til umhugs-
unar. Gunnar Karlsson prófessor emeritus skrifaði áhugaverða grein
í Sögu árið 2008 þar sem hann velti fyrir sér hvort dönsk stjórn á
Íslandi hafi verið böl eða blessun. Ályktun hans var að Íslendingar
hefðu farið „nokkuð vel út úr skiptunum við Dani“ þótt tæplega
hefðu dönsk stjórnvöld verið „einhvers konar góðgerðarstofnun“.
Hann telur, að mínu mati réttilega, að það sé algengari skoðun í dag
að Íslendingar hafi „notið góðs“ af ríkjasambandinu.2 Það er nú
viðtekin skoðun að embættismennirnir, sem voru langflestir íslensk-
ir, réðu mestu um stjórnun landsins. Og Axel Kristinsson sagnfræð -
ingur er ekki aldeilis á því í nýútkominni bók sinni, Hnignun, hvaða
hnignun?, að kenna dönskum yfirvöldum um „hnignun“ Íslands
sem hann reyndar efast mjög um að hafi yfir höfuð átt sér stað.
Íslendingar hafi ekki haft það svo slæmt miðað við aðra Evrópubúa
á tímabilinu 1400‒1800 og það sem var óvenjulegt á Íslandi hafi
einkum stafað af fámenni þjóðarinnar.3 Engar fámennar eyjar voru
sjálfstæðar á þessum öldum — og sennilega betra að vera undir
stjórn Dana en til dæmis Englendinga sem renndu stundum hýru
auga til landsins. Hefðu Englendingar sölsað Ísland undir sig er afar
líklegt að enska væri móðurmál okkar í dag (samanber Ástralíu og
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl22
1 Kristján Albertsson, „Danahatur og ísl. ættjarðarást. Erindi flutt í Íslend -
ingafélaginu í Kaupmannahöfn, 11. október 1935“. Iðunn nýr flokkur 20
(1937), bls. 81‒82.
2 Gunnar Karlsson, „Dönsk stjórn á Íslandi, böl eða blessun?“, Saga XLVI:2
(2008), bls. 151, 163.
3 Axel Kristinsson, Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingar-
tímabilið í sögu Íslands (Reykjavík: Sögufélag 2018).
Anna Agnarsdóttir, annaagn@hi.is
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 22