Saga - 2019, Page 25
mestalla Norður-Ameríku). Danir ömuðust aldrei við íslenskunni.
Þvert á móti báru þeir virðingu fyrir hinni norrænu arfleifð sem var
einnig þeirra.
Hvað vita Danir og Íslendingar um sögu hvorir annarra?
Saga Íslands og Danmerkur var samtvinnuð í tæp sex hundruð ár,
1380‒1944. Saga Íslands verður því aldrei sögð nema í samhengi við
sögu Danmerkur á þessu langa tímabili. Hins vegar er hægt að segja
sögu Danmerkur án þess að fara ítarlega í sögu hjálendunnar.
Það hefur verið fullyrt að Danir viti lítið um sögu Íslands. Í nýju
sagnfræðiriti, Hinir útvöldu, skrifar Gunnar Þór Bjarnason að á
meðan Íslendingar stóðu enn í sjálfstæðisbaráttunni hafi fáir Danir
vitað „eitthvað að ráði um Ísland og íslensk stjórnmál“.4 Jens Christ -
ian Christensen þingmaður, fyrrverandi forsætisráðherra og einn
dönsku fulltrúanna í sambandslaganefndinni harmaði það árið 1918
hversu lítið Danir vissu um Ísland og íslenska menningu. Margir
Danir þekktu að hans sögn helst til Heklu og íslenska hestsins.5
Lýðveldisstofnunin fór átakalaust fram en þegar handritamálið kom
upp stuttu seinna fór fljótlega að hitna í kolunum og vakti málið
talsverða ólgu í Danmörku á sínum tíma. Þetta deilumál var útkljáð
með heimkomu handritanna 1971 en sagnfræðingurinn Henrik S.
Nissen skrifaði 20 árum seinna að í Danmörku væru það eingöngu
fáeinir sem viti af tilvist handritanna.6 Það kemur því ekki á óvart
að í nýrri bók fullyrðir danski sagnfræðingurinn Søren Mentz að
Danir viti lítið um sameiginlega sögu landanna tveggja. Þeir hafi
„gleymt henni að mestu“.7 „Minningin er týnd“, skrifar hann í öðru
riti.8
Á hinn bóginn er varla hægt að efast um að Íslendingar hljóti
almennt að vita talsvert um samband Íslands og Danmerkur. Saga
Íslands er enn kennd í grunn- og framhaldsskólum landsins, þó
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl 23
4 Gunnar Þór Bjarnason, Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt
ríki árið 1918 (Reykjavík: Sögufélag 2018), bls. 75.
5 Gunnar Þór Bjarnason, Hinir útvöldu, bls. 309.
6 Henrik S. Nissen, Landet blev by 1950‒1970. Gyldendals og Politikens
Danmarkshistorie XIV (Kaupmannahöfn: Gyldendal 1991), bls. 286.
7 Søren Mentz, Den islandske revolution (Aarhus: Aarhus Universitetsforlag
2017), bókarkápa. Á dönsku: „glemt det meste“.
8 Rejse gennem Islands historie — den danske forbindelse. Ritstj. Søren Mentz
(Kaupmannhöfn: Gads Forlag 2008), bls. 5.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 23