Saga - 2019, Side 28
revolution.15 Ritið er ekki stórt að vöxtum, 99 blaðsíður, en spannar
Íslandssöguna frá landnámi til samtímans. Hann notar byltingu
hins danska Jörgens Jörgensen árið 1809 sem rauðan þráð í gegnum
bókina á snjallan hátt. Bókin er myndskreytt með myndum af Jör -
undi, Jóni Sigurðssyni og Björk. Aftan á bókinni stendur:
Heimsveldisskúrkur! Er það þannig sem Íslendingar hugsa til sam-
bands þeirra við Danmörku? — saga valdníðslu, fordóma og yfir -
gangs? Danska útgáfan af sameiginlegri sögu landanna í tæp 600 ár er
ekki jafn æsileg. Kannski vegna þess að Danir hafa gleymt henni að
mestu. Eða þagað samband landanna í hel.16
Hér er Íslandssagan sögð frá öðrum sjónarhóli, hressandi lestur fyrir
íslenska sagnfræðinga. Mentz ræðir stöðu hjálendanna í Norður-
Atlantshafi, sem hann telur hafa haft sérstöðu eða verið „mitt á milli
þess að vera nýlenda og hvert annað amt“.17 Hann leitar orsakanna
að upplausn ríkjasambandsins. Danir höfðu borið virðingu fyrir
réttindum Íslendinga og hann bendir á að stjórnin í Kaupmanna -
höfn hafi lítið getað aðhafst í ljósi þess að það var „den islandske
elite“ sem réði mestu varðandi stjórnun landsins. Margt sem hann
skrifar vekur mann til umhugsunar en líklegt er að flestir verði sáttir
við túlkun Mentz.
Loks má nefna hin fjölmörgu yfirlitsrit um sögu Danmerkur, sem
hljóta að prýða mörg dönsk heimili. Hvað er skrifað um sögu Ís -
lands í þeim? Hvað er að mati Dana það merkilegt í sambandssögu
þjóðanna tveggja að það verðskuldi sess í Danmerkursögunni?
Mörg þeirra finnast á Þjóðarbókhlöðunni. Í því nýjasta eru snertiflet-
irnir eftirfarandi: Kalmarsambandið, einokunarverslunin, Hróars -
keldu friðurinn 1658,18 Kílarfriðurinn, fullveldið 1918, hernámið,
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl26
15 Søren Mentz, Den islandske revolution (Aarhus: Aarhus Universitetsforlag
2018). Þetta er í ritröðinni 100 danmarkshistorier og er það eðli útgáfunnar
að þar eru hvorki tilvísanir né heimildaskrá og aðeins fimm rit tilgreind
sem „Videre læsning“.
16 Á dönsku: „En imperialistisk skurk! Er det sådan, Island husker rigsfæl-
lesskabet med Danmark? — en saga om magtmisbrug, fordomme og
overgreb? Den danske fortælling om næsten 600 års fællestid er knap så
iskold. Måske fordi Danmark har glemt det meste. Eller har tiet forbin-
delsen ihjel.”
17 Søren Mentz, Den islandske revolution, bls. 11‒12. Á dönsku: „nærmest en
mellemting mellem en koloni og almindelig provins.“
18 Þetta kom mér á óvart, minnst er á Ísland í tengslum við þetta í fleiri
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 26