Saga - 2019, Page 31
heimildir „einstæðar og mjög mikilvægar“, ekki bara vegna rann-
sókna á íslenskri sögu heldur einnig á danskri sögu.27 Fjórða bindið
(af sex) er væntanlegt á þessu ári og er frekari samvinna skjalasafn-
anna í undirbúningi. Vonir standa til að hægt verði að rannsaka
sambandssöguna í hvoru landi um sig, á Íslandi og í Danmörku.
Betri aðstæður hljóta að hvetja til frekari rannsókna á sambandssögu
þjóðanna tveggja í framtíðinni. Niðurstaðan er því að tengslin milli
Íslendinga og Dana eru sterk og framtíð sagnritunar þjóðanna er
björt. Minningin er að lifna við.
Íslandssagan hefur verið í mikilli endurskoðun síðan Jónas frá
Hriflu skrifaði sína áhrifamiklu kennslubók. Við lítum ekki lengur
á Danmörku sem „en imperialistisk skurk“. Það reyndist þrátt fyrir
allt ekki svo slæmt að tilheyra danska heimsveldinu. Ísland var ekki
nýlenda og hafði sína sérstöðu.28 Danir þröngvuðu ekki danskri
tungu upp á Íslendinga og eins og Auður Hauksdóttir ritar eru „fjöl-
mörg dæmi … um að þeir hafi hampað íslenskri tungu og bók-
menntum og viljað auka veg þeirra“.29 Danir björguðu ekki ein-
göngu íslenskunni, þeir (eða kannski frekar Árni Magnússon) björg -
uðu einnig handritunum en sáu sóma sinn í að skila þeim aftur.
Kóngarnir voru dáðir og vongóðir Íslendingar skrifuðu bænarskrár
til þeirra. Síðast en ekki síst, eins og Gunnar Karlsson hefur lagt
mikla áherslu á, buðu þeir öllum íslenskum námsmönnum á leið til
Kaupmannahafnarháskóla styrk (en aðeins fáum Dönum) og lengi
vel fengu þeir einnig ókeypis far með kaupskipum til höfuðborgar-
innar.30 Að undanskilinni einokunarversluninni — sem var þó ríkj-
andi verslunarskipan síns tíma — leyfðu þeir Íslendingum að
stjórna sér mikið til sjálfum. Í dag má telja nær öruggt að Danir
þekki meira til Íslands en þeir gerðu árið 1918. Sennilega er það þó
ekki sagnfræðinni eingöngu að þakka heldur ferðamennsku, fræðslu -
myndum og íslensku sjónvarpsefni.
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl 29
27 Landsnefndin fyrri 1770‒1771 I: Bréf frá almenningi = Den islandske Land -
kommission 1770–1771 I: Breve fra almuen. Ritstj. Hrefna Róbertsdóttir og
Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir (Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands, Ríkis -
skjalasafn Danmerkur og Sögu félag 2016), bls. 5.
28 Sjá: Anna Agnarsdóttir, „The Danish Empire: The Special Case of Ice -
land“, Europe and its Empires. Ritstj. Mary N. Harris og Csaba Lévai (Pisa:
Pisa University Press 2008), bls. 59‒84.
29 Auður Hauksdóttir, „Björguðu Danir íslenskunni?“, bls. 452.
30 Gunnar Karlsson, „Dönsk stjórn á Íslandi“, bls. 158‒160.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 29