Saga - 2019, Page 32
søren mentz
Að hundrað árum liðnum — samband
Íslands og Danmerkur í gegnum tíðina
Á íslensku er til sérstakt orð yfir hofmóðuga Dani: Stórdani. Þannig
upplifir Stórdaninn enn þá okkur Íslendinga: börn sem annaðhvort eru
hlýðin og búið að ala vel upp — eða illa upp alin. Undirtextinn er þessi:
Það er enginn fullorðinn lengur að passa þessi frumnorrænu villibörn.1
Sumarið 2018 var með þeim heitari í manna minnum og í hitabylgj-
unni miðri komst umræðan á flug. Danska stjórnmálamanninum og
þingforsetanum Piu Kjærsgaard var boðið til Íslands til að halda
ræðu á hátíðarfundi Alþingis sem haldinn var 18. júlí í tilefni af 100
ára fullveldi Íslands. Þingmenn Pírata mótmæltu þessu með því að
sniðganga fundinn. Þeir vildu ekki hafa neitt saman við stjórnmála-
manninn Piu Kjærsgaard að sælda. „Stjórnmálamann sem talar fyrir
einsleitni [og] álítur sína menningu betri og æðri menningu ann-
arra,“ eins og komist var að orði, og svo átti hún að vera aðalræðu -
maður á Þingvöllum — mikilvægasta sögustað þjóðarinnar.2 Til finn -
ingahitinn var mikill og umræðan minnti á rökræður íslenskra og
danskra stjórnmálamanna frá því 1918 þegar Ísland varð fullvalda
ríki og einungis í konungssambandi við Danmörku.
Þessi umræða varð ekki langlíf hér í Danmörku, hvort sem það
var vegna hinna miklu hita eða þess að sumarfrí stóðu sem hæst.
Fréttaumfjöllun var lítil umfram þessar greinar í Information. Sömu
sögu var raunar að segja þegar forseti Íslands heimsótti Danmörku
nokkrum mánuðum síðar og talaði á málþingi sagnfræðinga og
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl30
1 Guðmundur Andri Thorsson, „I Island har vi et ord for en, der som Pia Kjærs -
gaard opfører sig som en hoven, dansk koloniherre: En ‚Stórdani‘“, Dagbladet
Information 28. júlí 2018. „På islandsk har vi et ord for en hoven dansker: en stór-
dani. Og det er sådan, en stórdani stadigvæk opfatter det islandske folk: som
børn, der enten er lydige og velopdragne eller uopdragne. Under forstået: Der
er ikke længere nogen voksne til at holde styr på de urnordiske møgunger“.
2 Jón Kalman Stefánsson, „Pia Kjærsgaard bragte et tydeligt billede af Europas
højredrejning med sig til Island“, Dagbladet Information 6. ágúst 2018. „En politi-
ker, som går ind for ensretning, [og] betragter sin egen kultur som bedre og høj-
erestående end andres“.
Søren Mentz, sm@museumamager.dk
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 30