Saga - 2019, Page 34
braut sem kölluð er Norður-Atlantshafsbraut, þar sem nemendur
frá Danmörku, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi stunda nám saman.
Kristoffer Höy Sidenius rektor skólans hefur þetta að segja um þetta
nám:
Í Danmörku er það algengt að ungt fólk fari til Suður-Evrópu einhvern
tíma á framhaldsskólaárunum, fáir fara norður á bóginn. Með þessu
vonumst við til að víkka sjóndeildarhring þeirra. Á þremur árum
munu nemendurnir stunda nám í fjórum löndum og þeir munu ekki
aðeins kynnast ólíkum skólum heldur einnig mismunandi umhverfi og
samfélögum.5
Hér er athyglinni beint að því sem ólíkt er. Talað er um fjögur ólík
samfélög og það er heilbrigð afstaða. Enginn „frumnorræn villi-
börn“, enginn „Stórdani“, aðeins jafningjar sem stunda saman nám
og kynnast. Ef augu þeirra opnast fyrir sameiginlegri fortíð og alda-
löngum tengslum mega það heita aukatekjur. Tengsl nemendanna
byggjast á sameiginlegri reynslu en ekki tilfinningum. Menn segja
að tíminn lækni öll sár og að hundrað árum liðnum eru tilfinning-
arnar ekki lengur í forgrunni.
Sögulegar rannsóknir án tilfinninga
2018 kom út eftir mig bókin Den islandske revolution. Hún er ein af
100 Danmerkursögum sem Aarhus Universitetsforlag hefur gefið út.
Aðalritstjóri ritraðarinnar, Peter Bejder, hvatti mig til að skrifa þessa
bók árið 2016 og ekkert benti sérstaklega til að hún kæmi út 2018.
Það hafði satt að segja ekki hvarflað að mér að haldið yrði upp á full-
veldisafmælið á Íslandi því í hugum Dana er það stofnun lýð veldis
1944 sem markar endalok sambands ríkjanna. Það var Peter Bejder
að þakka að ég lauk bókinni í tæka tíð svo hægt væri að tengja hana
við afmæli fullveldisins og það varð mér svo tilefni til fyrir lestra -
halds á bókasöfnum og hjá ýmsum samtökum í Dan mörku. Vænt -
ingar áheyrenda voru skýrar: Fyrirlestur um ríkjasambandið hlyti að
snúast um Íslendingasögur og víkingatímann. Hin langa sjálfstæðis-
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl32
5 Signe Hansen, „Turning school into an Arctic adventure“, Scan Magazine 121
(2019), bls. 76. „In Denmark, many young people go to southern Europe during
their time in secondary school — few go north. We hope to broaden their hori-
zon. They will study in four different countries over three years, and they will
not just experience different schools, but also different societies and different
environments.“
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 32