Saga - 2019, Page 35
barátta Íslendinga var flestum óþekkt og jafn áberandi og áhrifa -
mikill stjórnmálamaður og Jón Sigurðsson er fáum kunnur.
Bókin er hvorki um Ísland né Danmörku heldur um tengsl þess-
ara tveggja samfélaga. „Sú nálgun gefur færi á að ræða hvernig hin
sameiginlega fortíð hefur verið túlkuð með ólíkum hætti. Ágrein -
ingur var ekki mikill og gaf ekki tilefni til heiftugra deilna. Ef til var
það einmitt þess vegna sem fræ aðskilnaðarins fólst í ólíkum sögu-
skilningi“.6
Í bókinni velti ég fyrir mér ýmsum smáatriðum, einu og öðru sem
pirraði menn fyrr á tímum en við eigum núna erfitt með að skilja að
skipt hafi miklu máli. Upphafsins er að leita 1809 þegar ævintýra -
maðurinn Jörgen Jörgensen leysti Ísland, skamma hríð, undan
danskri stjórn og lýsti yfir sjálfstæði þjóðarinnar. Bylting Jörgensens
fékk lítinn hljómgrunn meðal Íslendinga en nokkrum áratugum síðar
fékk umræðan um sjálfstjórn byr undir báða vængi í tengslum við að
Danir afnámu einveldi konungs, stofnuðu þjóðríki og ýttu undir
þjóðarvitund. Sjálfsmynd Dana tók mið af norrænni fortíð og Ísland
var hluti af þeirri sögu. Stjórnmálamaðurinn Orla Lehmann vottaði
Íslendingum þakklæti sitt: „í þeim sjáum við mynd forfeðra okkar og
-mæðra, og þeir hafa varðveitt tungu þeirra og minningu í sínu
afskekkta landi“.7 Hið norræna myndaði menn ingar legt mótvægi
við þýska þjóðræknisstrauma sem voru áberandi á árunum eftir lok
Napóleonsstyrjaldanna og höfðu mikil áhrif á viðhorf Dana til
grannans í suðri. Samkvæmt dönskum söguskiln ingi var vagga
danskrar menningar á Íslandi, eyju þar sem tíminn stóð kyrr og
Danir gátu horfst í augu við fortíð sína en þurftu ekki að leita hennar
í föllnum rústum eða lífvana annálum, eins og Lehmann komst að
orði 1832. Færa má rök fyrir því að Danir hafi aldrei haft raunveru-
legan áhuga á Íslandi nútímans eða gert sér grein fyrir hvernig
tæknibylting í fiskveiðum breytti öllu við Norður-Atlantshaf.
Á meðal þess sem varð til þess að skapa klofning, þótt ekki væri
til þess ætlast, var nýlendusýningin í Tívolí 1905. Árið 2008 gerði
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl 33
6 Søren Mentz, Den islandske revolution (Aarhus: Aarhus Universitetsforlag 2018),
bls. 4. „Den tilgang giver mulighed for at diskutere, hvordan den fælles fortid
er blevet udsat for skiftende tolkninger. Uenigheden var ikke stor, og den gav
ikke anledning til voldelige tvister. Måske derfor lå kimen til adskillelsen netop
i forskellige historiesyn“.
7 Sama heimild, bls. 75: „i hvilket vi ser et billede af vore gamle nordiske for -
ældre, hvis sprog og hvis minder det har bevaret på sin afsides ø“.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 33