Saga - 2019, Page 41
— Landfræðinýlendur: Vanalega stofnaðar í hernaðarlegum tilgangi,
af herkænskulegum ástæðum eða sem bækistöð fyrir atvinnu starf -
semi á fjarlægum svæðum. Landfræðilegt umfang er yfirleitt tak -
markað og stækkun landsvæðis ekki markmið í sjálfu sér.
— Landnámsnýlendur: Komið á fót í þeim tilgangi að íbúar móður -
landsins nemi og rækti land á „auðum“ svæðum, oft svæðum sem
frumbyggjar hafa verið hraktir af eða þeim útrýmt.6
Hvað Ísland varðar mun spurningin um landvinninga og landnám
ekki verða til umfjöllunar hér þar sem þessi ritgerð tekur ekki á
aðstæðum hér fyrir árið 1380. Ekki þarf að fjölyrða um að undir
danskri stjórn átti sér ekki stað mikið landnám annars staðar frá. Að
öðru leyti var það sannarlega tilfellið að dönsku stjórnarherrar
landsins voru stöðugt háðir hinu fjarlæga móðurlandi (Danmörku)
eða fremur hinum fjarlæga miðpunkti heimsveldisins (Kaupmanna -
höfn) sem gerði vissulega tilkall til yfirráða yfir Íslandi. Einnig er
hægt að útiloka landfræðinýlendu.
Skýr vísbending um að dönsk yfirvöld hafi ekki litið opinberlega
á Ísland sem nýlendu eins og þau litu á hitabeltisnýlendur sínar er
að Ísland var táknað í konunglega danska skjaldarmerkinu sem
flatt ur þorskur undir kórónu á meðan hitabeltisnýlendurnar voru
aldrei táknaðar þar með nokkrum hætti sem sýnir fram á óform -
legra samband þeirra við danska ríkið.7 Þessi staðreynd útilokar að
sjálfsögðu ekki að Ísland hafi engu að síður í raun verið hag nýt -
ingarnýlenda. Raunar gætu verslunaraðferðirnar á Íslandi, sem
voru einokunarverslun í umsjá kaupmanna, samtaka kaupmanna
eða einokunarfyrirtækja staðsettra í Kaupmannahöfn, gefið það til
kynna. Íslenska félagið, stofnað árið 1619, var reyndar annað al -
menn ingshlutafélag Danmerkur en það fyrsta var Austur-Indía -
félagið sem var stofnað árið áður og varð brátt ábyrgt fyrir ind -
versku ný lendunni Trankebar.8 Hins vegar má færa fram ákveðin
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl 39
6 Jürgen Osterhammel, Kolonialismus. Geschichte. Formen. Folgen (München: Verlag
C.H. Beck 1995), bls. 16–18.
7 Michael Bregnsbo, „Danmarks rigsvåben“. Danmark og kolo nierne I: Danmark. En
kolonimagt. Ritstj. Niels Brimnes (Kaupmannahöfn: Gad 2017), bls. 28–29.
8 Jón Aðils, Den danske Monopolhandel 1602–1787 (Kaupmannahöfn: Gyldendal
1926–1927), Danske handelskompagnier 1616–1843. Oktrojer og interne ledelsesregler.
Ritstj. Ole Feldbæk (Kaupmannahöfn: Selskabet for Udgivelse af Kilder til
dansk Historie 1986), Gísli Gunnarsson, Monopoly Trade and Economic Stagnation.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 39