Saga - 2019, Page 46
katla kjartansdóttir
Fólk og safngripir á ferð og flugi
Um langt skeið var Ísland hluti af danska konungsveldinu og verð -
ur hér leitast við að bregða ljósi á það hvaða gildi og merkingu þessi
þverþjóðlegu tengsl hafa í samtímanum í margvíslegu menningar-
legu samhengi. Í rannsóknum mínum, í samstarfi við Kristin Schram,
höfum við einkum rýnt í tengsl Íslendinga og Dana með áherslu á
viðhorf, frásagnir og efnismenningu Íslendinga sem bú settir eru í
Kaupmannahöfn. Í viðtals- og vettvangsrannsóknum okkar á meðal
Íslendinga þar um slóðir höfum við til dæmis hugað að því hvort og
þá hvernig þessi tengsl birtast í þeirra daglega lífi og hversdags legum
samskiptum. Í yfirstandandi doktorsrannsókn minni í safna fræði við
Háskóla Íslands hef ég jafnframt leitast við að greina með hvaða hætti
dönsk söfn takast á við þessa sameiginlegu sögu þjóð anna í samtím-
anum, með áherslu á Nationalmuseet, þ.e. þjóðminjasafn Dana, og
Statens Naturhistoriske Museum, danska náttúruminjasafnið.
Samkvæmt upplýsingum Sendiráðs Íslands í Danmörku búa nú
um 12 þúsund Íslendingar í Danmörku.1 Sendiráðið stendur fyrir
margvíslegum viðburðum fyrir þennan hóp og það þarf ekki að
skoða heimasíðuna lengi til að sjá hversu virkir Íslendingar eru við
að efla samkennd sín á milli með margvíslegum hætti. Listviðburðir
og matarmenning eru þar áberandi og eru til dæmis haldin „ekta“
íslensk þorrablót í Kaupmannahöfn á hverju ári. Í rannsóknum okk-
ar Kristins höfum við meðal annars hugað að þessum hefðum, sið -
um og hátíðum en þar má sjá hversu margslungið og jafnvel við -
kvæmt samband Íslendinga og Dana er enn að sumu leyti. Á meðal
viðmælenda okkar birtist þetta með ýmsum hætti og að þeirra mati
getur oft reynst flókið að greina nákvæmlega hvað það er sem
veldur en sumir nefna þó fyrrum nýlendutengsl sem undirliggjandi
hreyfiafl í því samhengi.2
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl44
1 Vef. Stjórnarráð Íslands. Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn. Þjónusta við
Íslendinga. http://stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-kaup-
mannahofn/thjonusta-vid-islendinga, sótt 12. janúar 2019.
2 Katla Kjartansdóttir og Kristinn Schram, „Óræður arfur. Þjóð- og kyngervi dul-
lendunnar í norðri“, Menningararfur á Íslandi: Gagnryńi og greining. Ritstj. Valdimar
Tr. Hafstein og Ólafur Rastrick (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2015), bls. 219‒249.
Katla Kjartansdóttir, katlak@hi.is
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 44