Saga - 2019, Page 49
ins.9 Í þessu samhengi er einnig vert að benda á rannsóknir Önnu
Þorbjargar Þorgrímsdóttur sagnfræðings sem fjallað hefur um
íslenska gripi í fórum safnsins. Samkvæmt henni eru þetta að miklu
leyti kirkjugripir frá miðöldum, íslenskir kvenþjóðbúningar, hand-
verk og margvíslegir aðrir verðmætir dýrgripir.10 Það er áhugavert
að sjá hvernig þessir gripir, sem skráðir eru þar í aðfangabókum „fra
Island“ eða sem íslenskir, komust í hendur danska ríkisins og hvernig
þeir eru svo settir fram á sýningum safnsins í samtímanum. Fjöl -
margir íslenskir gripir komust til að byrja með í eigu þess þegar hið
svokallaða konunglega „kunstkammer“ eða furðukames Friðriks III
frá 1650 var sameinað Nationalmuseet árið 1825.11
Samkvæmt aðfangabókum og viðtölum við sérfræðinga safnsins
er einnig ljóst að fjölmörgum gripum var síðar skipulega safnað af
einstaklingum á borð við Daniel Bruun (1856‒1929), til dæmis í
tengslum við heimssýninguna í París um aldamótin 1900.12 Í tengsl -
um við þá sýningu ferðaðist Bruun til Íslands, Færeyja og Græn -
lands og safnaði gríðarlegu magni af mikilvægum upplýsingum um
lífshætti og menningu svæðisins en einnig margvíslegum munum
frá þessum þjóðum.13 Árið 1898 ferðaðist Bruun hingað til lands
ásamt þýska málaranum Johannes Klein til að viða að sér efni eins
og lesa má um í viðamikilli sýningarskrá sem Daniel Bruun skrifaði
og kom út árið 1901.14 Af þessari skrá og af ljósmyndum frá heims -
sýningunni má sjá að ákveðnar áherslur voru ríkjandi sem eimir enn
af á Nationalmuseet. Þetta eru einkum áherslur á fiskveiðar og land-
búnað, hefðbundið handverk, tréútskurð og vefnað, íslenska kven -
þjóðbúninginn og fylgihluti á borð við stokkabelti og annað tilheyr-
andi silfurskart. Einnig má greina áherslu á ritmenningu Íslendinga,
byggingarlist, reiðtygi og kirkjugripi. Fjölmargir gripir sem fengnir
voru að láni eða keyptir fyrir heimssýninguna í París eru enn varð -
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl 47
9 Urður Gunnarsdóttir, „Í kyrrþey í dönskum söfnum“, Morgunblaðið — Sunnu -
dagsblaðið 11. febrúar 2001, bls. 14.
10 Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, „Með augum Íslendingsins. Íslenskir gripir á
miðaldasýningu Þjóðminjasafns Danmerkur“, Saga XLV: 2 (2006), bls. 191‒218.
11 Viðtals- og vettvangsrannsóknir KK á Nationalmuseet, nóvember 2018.
12 Vettvangsrannsóknir KK á Nationalmuseet, nóvember 2018.
13 Sjá t.d. Steffen Stumman-Hansen, „Daniel Bruun: A Danish Topographer-
Antiquarian astride the world stage“, Acta Archaeologica LXXXVIII: 1 (2017),
bls. 175–192.
14 Daniel Bruun, Færöerne, Island og Grönland paa Verdensudstillingen i Paris 1900
(Kaupmannahöfn: Nielsen og Lydiche 1901).
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 47