Saga - 2019, Page 50
veittir sem hluti af safneign Nationalmuseet og eru nokkrir þeirra
til sýnis í mismunandi deildum safnsins.15 Þó nokkru af gripum hef-
ur þó einnig verið skilað til Þjóðminjasafns Íslands og má sem dæmi
nefna útskorinn skáp frá árinu 1653, sem var hluti af heimssýning-
unni í París um aldamótin 1900, eins og sjá má á mynd í sýningar-
bæklingi,16 en skápurinn er nú skráður á vefinn sarpur.is sem gjöf
frá Ingu Bruun, tengdadóttur Daniels Bruun, til Þjóðminjasafns
Íslands.17 Þess má geta að Mette Bruun, barnabarn Daniels Bruun,
man vel eftir þessum skáp og minnist þess að hann hafi lengi vel
hangið á vegg í barnaherbergi á æskuheimili hennar.18
Það er geysimargt áhugavert sem kemur í ljós þegar farið er að
kafa í þetta samband Íslendinga og Dana í gegnum sögu safngripa
og muna. Þar kemur fljótt í ljós margvísleg togstreita, ólíkir hags-
munir og heitar tilfinningar á báða vegu. Ljóst er að Danir litu á
Ísland sem mikilvægan hluta af sínu veldi eins og sjá má á því
hvernig Íslandi var stillt fram á heimssýningunni í París um alda-
mótin 1900. Í því samhengi er engum blöðum um það að fletta að
litið var á Ísland ásamt Færeyjum og Grænlandi sem mikilvæga
hluta af danska konungsveldinu og auðlegð þess. Á ljósmyndum frá
sýningunni sést hvernig íslenskir gripir og munir eru settir fram,
bæði með viðhöfn og ákveðnu stolti en einnig kannski nokkru yfir-
læti, líkt og foreldrar sem klætt hafa börnin sín upp í spariföt og vilja
svo taka af þeim fallega mynd. Myndin sem birtist af nýlendunum
á heimssýningunni er augljóslega vel ígrunduð og úthugsuð listræn
smíð af hálfu aðstandenda sýningarinnar.
Bréfin sem gengu á milli Daniels Bruun og þeirra Íslendinga sem
tóku þátt í undirbúningi sýningarinnar sýna glögglega hversu um -
fangsmikið þetta samstarfsverkefni Íslendinga og Dana var á sínum
tíma. Miklar samningaviðræður voru til dæmis um af hendingu gripa
á borð við altaristöfluna frá Skarði, eins og sjá má í bréfum Pálma
Pálssonar, sem var meðlimur í undirbúningsnefnd fyrir sýninguna, til
Nationalmuseet árið 1899.19 Bréf frá Pálma til Bruuns sama ár varða
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl48
15 Vettvangsrannsóknir KK á Nationalmuseet, nóvember 2018.
16 Daniel Bruun, Færöerne, Island og Grönland, bls. 20.
17 Vef. Sarpur.is http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=320087, sótt 12. janúar
2019.
18 Viðtal KK við Mette Bruun á heimili viðmælanda, 23. nóvember 2018.
19 Nationalmuseet, Antikvarisk-Topografisk Arkiv, Pálmi Pálsson til National -
museet, 16. september 1899.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 48