Saga - 2019, Page 53
Hvort honum hafi tekist vel upp með það ætlunarverk sitt er
erfitt að dæma en það er næsta víst að margir þeirra gesta sem
heimsóttu sýningarskálann í Palais du Trocadéro höfðu á þeim tíma
litla sem enga þekkingu á þessum hluta veraldarinnar. Í samanburði
við iðnvæddari þjóðir heimsins litu Ísland, Færeyjar og Grænland
út fyrir að vera nokkuð frumstæð. Þarna var sett fram ákveðin
ímynd af svæðinu sem reynst hefur lífseig og við sjáum raunar enn
í dag bregða fyrir svipuðum áherslum í tengslum við ferða mennsku,
kvikmyndir, söfn og sýningar. Íslensk menning, fólk og náttúra eru
þá oftar en ekki tengd við framandgervingu eða jöðrun norðurslóða,
til dæmis varðandi matarhætti, drykkjusiði, karlmennskuímyndir
eða efnismenningu.25 Á síðari árum sjáum við slíkar áherslur til
dæmis í auglýsingum á íslenskum útivistarfatnaði en einnig í kvik-
myndum og sjónvarpsþáttum á borð við Hrúta og Ófærð.26
Samband Íslendinga og Dana er vissulega verðugt viðfangsefni
sem vekur upp margvíslegar áhugaverðar spurningar. Í hversdags -
lífi Íslendinga í Kaupmannahöfn samtímans svífur óræður andi (eða
þverþjóðleg spennitreyja) fortíðar enn yfir vötnum. Á dönskum
söfnum samtímans sjáum við einnig tilraunir til að takast á við
flókn ar spurningar er varða þessi tengsl og skipar þar efnismenning
fyrri tíðar mikilvægt hlutverk sem frásagnarmáti og miðlunartæki
milli fortíðar og nútíðar. Fjölmargir gripir tala þar sínu þögla máli
og sýna með áþreifanlegum hætti fram á hversu margslungið og
flókið þetta samband var og er enn í dag.
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl 51
25 Katla Kjartansdóttir og Kristinn Schram, „Óræður arfur. Þjóð- og kyngervi dul-
lendunnar í norðri“, bls. 219‒249.
26 Kristín Loftsdóttir, Katla Kjartansdóttir og Katrín Anna Lund, „Trapped in cli -
chés: Masculinity, films and tourism in Iceland“, Gender, Place & Culture XXIV:
9 (2017), bls. 1225‒1242.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 51