Saga - 2019, Page 58
Þær heimildir sem liggja til grundvallar eru skrif íslenskra kvenna
í kvennablöð og tímarit, þar sem greina má óþol þeirra vegna sam-
félagsstöðu sinnar og þess að konur voru svo gott sem ósýnilegar í
sögubókum. Þær vildu finna sér stað í sögu þjóðar. Enn fremur er
stuðst við frásagnir í sjálfsævisögum kvenna. Hér eru þó ekki til
rannsóknar öll sjálfsævisöguleg skrif kvenna heldur eru valin dæmi
þar sem konur á meðvitaðan og markvissan hátt ávarpa og ögra
ríkjandi sögulegri frásögn og hugmyndum um verðugleika sögu-
legra viðfangsefna. Þessi skrif eru sett í samhengi við nýlegar rann-
sóknir á sagnaritun kvenna og kynjun (e. gendering) á sögu þjóða.
Tímabilið sem er til skoðunar nær frá 1895 og fram undir 1970,
með áherslu á miðbik aldarinnar. Ártölin miðast annars vegar við
stofnun fyrstu kvennablaðanna á Íslandi, því á síðum þeirra varð til
vettvangur þar sem hægt var að skrá sögu kvenna á markvissan
hátt, en hins vegar við þann tíma þegar önnur bylgja kvennahreyf-
inga með rauðsokkur í broddi fylkingar kemur fram — og með
henni kvennasaga sem háskólafag. Sú saga, sú sagnfræði, sem þar
varð til átti einnig að „styrkja sjálfs mynd kvenna sem höfðu nánast
verið sviptar allri fortíð“, eins og Margrét Guðmundsdóttir sagn -
fræð ingur orðar það.10
Sagan og sýnileiki kvenna
Frá því um aldamótin 2000 hafa birst allmargar erlendar rannsóknir
á sagnaritun kvenna fyrir 1970. Grundvallarrit á því sviði, sem flest
önnur hvíla á, er bók bandaríska sagnfræðingsins Bonnie G. Smith,
The Gender of History. Men, Women, and Historical Practice, sem kom
fyrst út árið 1998.11 Einnig má nefna sérhefti ítalska sagnfræðitíma-
ritsins Storia della Storiografia árið 2004, en í því birtust greinar um
erla hulda halldórsdóttir56
10 Margrét Guðmundsdóttir, „Landnám kvennasögunnar á Íslandi“, Saga 38
(2000), bls. 242.
11 Bonnie G. Smith, The Gender of History. Men, Women, and the Historical Practice
(Cambridge Mass.: Harvard University Press, 2. pr. 2000.) Sjá einnig eftir
Smith: „The Contribution of Women to Modern Historiography in Great
Britain, France and the United States, 1750–1940“, American Historical Review
89:3/1984, bls. 709–732. Sjálf sagðist Smith m.a. undir áhrifum af grein Natalie
Zemon Davis, „Gender and Genre: Women as Historical Writers, 1400–1820“,
Beyond their Sex: Learned Women of the European Past. Ritstj. Patricia H. Labalme
(New york: New york University Press 1980), bls. 153–182.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 56