Saga - 2019, Page 60
synlegt er að velta fyrir sér og skoða valdatengsl: „Hver man hvað,
hver ræður yfir fortíðinni og því hvernig hennar er minnst, hvað er
sýnilegt í hinum sögulega kanón?“16 Staðreyndin er sú að konur
hafa verið lítt sýnilegar í þessum kanón fyrr en allra síðustu áratugi.
Eins og rætt er um í bók um kyngervi minninganna í Evrópu féll
saga kvenna kerfisbundið í gleymsku og afar hægt hefur gengið að
finna þeim stað í sögu þjóða sem fullgildum einstaklingum.17
Fagvæðing sögunnar — útilokun kvenna
Þótt akademísk kvennasaga hafi ekki verið til sem fagsvið fyrr en
um og upp úr 1970 höfðu konur víða erlendis um aldir skrifað sögu
kvenna í formi ævisagna, sögulegra skáldsagna og sagnfræðirita.18
Sum þessara verka voru gleymd um 1970 en öðrum ýttu hinir nýju
kvennasögufræðingar til hliðar vegna þess að þau féllu ekki að
hefðbundnum skilgreiningum á iðkun sagnfræðinnar og þóttu ekki
til þess fallin að sannfæra vantrúaða um að konur gætu stundað
sagnfræði, hvað þá að saga kvenna væri verðugt viðfangsefni.19
Le Livre de la cité des dames („Bókin um borg kvennanna“) frá 1405
eftir Christine de Pizan er jafnan talin ein fyrsta markvissa tilraunin
erla hulda halldórsdóttir58
16 Andrea Petö, „From Visibility to Analysis: Gender and History“, Paths to
Gender. European Historical Perspectives on Women and Men. Ritstj. Carla Salva -
terra og Berteke Waaldijk (Pisa: Pisa University Press 2009), bls. 1. Sjá einnig
Sylvia Schraut og Sylvia Paletschek, „Introduction: Gender and Memory
Culture in Europe — female representations in historical perspec tive“, The
Gender of Memory. Cultures of Rememberance in the Nineteenth- and Twentieth-
Century Europe. Ritstj. Sylvia Paletschek og Sylvia Schraut (Frankfurt: Campus
forlag 2008), bls. 7–28. Þýðingar úr ritum sem ekki hafa verið gefin út á
íslensku eru greinarhöfundar.
17 Paletschek og Schraut, „Introduction“, og Sylvia Paletschek, „Opening up
Narrow Boundaries: Memory Culture, Historiography and Excluded Histories
from a Gendered Perspective“, Gendering Historiography, bls. 163–177.
18 Um kvenna- og kynjasögu frá um 1970 má lesa í The Feminist History Reader.
Ritstj. Sue Morgan (London: Routledge 2006). Um íslenskt samhengi sjá t.d.
Erlu Huldu Halldórsdóttur, Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyn -
gervis á Íslandi 1850–1903 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun/RIKK/Háskólaút-
gáfan 2011).
19 Sjá t.d. Mary Spongberg, Writing Women‘s History since the Renaissance (Basing -
stoke: Palgrave Macmillan 2002) og Devoney Looser, British Women Writers and
the Writing of History 1670–1820 (Baltimore: The Johns Hopkins University
Press 2000).
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 58