Saga - 2019, Side 62
kvenna í millistétt og efri millistétt í Englandi heldur er einnig í
þeim gagnrýni á hefðbundin sagnfræðirit og karlaslagsíðu þeirra.24
Talsvert ívitnuð eru orð sem Austen leggur í munn Catherine Mor -
land í Northanger Abbey (1818):
Mér er ómögulegt að hafa áhuga á sagnfræði, alvöru hátíðlegri sagn -
fræði … ég les hana af skyldurækni, en hún segir mér ekkert sem ekki
annaðhvort þreytir mig eða ergir. Rifrildi páfa og kónga, með stríðum
og drepsóttum á hverri blaðsíðu; karlarnir allir svo frábærir fyrir ekkert
og varla nokkur einasta kona.25
Í annarri bók (Persuasion, 1817) bendir kvensöguhetja á að það skipti
máli hver haldi á penna þegar sagnfræði sé skrifuð. Í krafti mennt-
unar hafi karlar þar yfirburði vegna þess að þeir „segja sína eigin
sögu“ auk þess sem „penninn [hafi] verið í þeirra höndum“.26
Austen gaf sig ekki út fyrir að skrifa söguleg verk en það gerði
Germaine de Staël, einn þekktasti rithöfundur aldamótanna 1800.
Staël, sem var þýsk að uppruna en bjó lengst af í París, skrifaði ekki
aðeins skáldverk heldur einnig sagnfræði og um bókmenntir. Raun -
ar rann sagnfræðin saman við skáldskapinn í sumum verka hennar.
Germaine de Staël er einmitt höfundur sem bandaríski sagnfræðing-
urinn Bonnie G. Smith gerir að umtalsefni í bók sinni um kyngervi
sagnfræðinnar, The Gender of History, frá 1998. Þar rekur Smith upp-
runa nútímasagnfræði út frá kynjasjónarhorni og færir fyrir því rök
að sú sagnfræði sem þróuð var af körlum á borð við Leopold von
Ranke í Þýskalandi á fyrri hluta nítjándu aldar hafi hvílt á hug-
myndum um karlmennsku og kvenleika. Þar var hin karlmannlega
rökvísi og hlutlægni sett andspænis kvenlegri órökvísi og tilfinn-
ingaflæði. Sagnfræðin sem háskólafag, vísindagrein þar sem (karl-
kyns) sagn fræð ingar lásu og greindu skjöl og heimildir af vísinda-
legri ná kvæmni, skilgreindi sig því frá höfundum á borð við Staël.
Áhuga sagnfræði, segir Smith, varð þannig andstæða faglegrar sagn -
fræði og hugmyndir um kyngervi grundvöllur sagnfræði sem vís-
indagreinar.27 Eins og Smith og fleiri höfundar hafa bent á voru
þessar breytingar hluti af þróun þar sem margt helst í hendur, svo
sem iðnbylting og þéttbýlismyndun, mótun háskóla og þjóðríkja og
erla hulda halldórsdóttir60
24 „Introduction“, Companion to Women’s Historical Writing, bls. xiv–xviii. Sjá
einnig í sama riti kafla um Jane Austen, bls. 40–42.
25 Tilv. úr Spongberg, Writing Women‘s History, bls. 1.
26 Companion to Women’s Historical Writing, bls. xiv–xviii og bls. 42.
27 Smith, The Gender of History. Um þessa þróun sjá einkum fyrri hluta bókarinnar.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 60