Saga - 2019, Síða 63
uppgötvanir í læknavísindum. Þessu fylgdu nýjar og endurnýjaðar
hugmyndir um hlutverk og eðli kynjanna. Smám saman festist í
sessi hugmyndafræði um aðskilin svið kynjanna. Samkvæmt henni
áttu konur úr vaxandi borgara- og embættismannastétt fyrst og
fremst að sinna heimili og börnum meðan giftir karlar voru fyrir-
vinna heimilisins.28
Þjóðernishugmyndir og mótun þjóðríkja á nítjándu öld kölluðu
þar að auki á sagnaritun sem styrkti hugmyndir um þjóð(ir) og til-
kall þeirra til landsvæða. Áhersla var lögð á sögur af stríðum og
mikil fenglegum körlum. Um þetta hefur sagnfræðingurinn Irma
Sulkunen fjallað á áhugaverðan hátt í finnsku samhengi. Hún sýnir
fram á hvernig hin karllæga saga og orðræða mótaði finnska sögu -
skoðun um miðbik nítjándu aldar og um leið þá sjálfsmynd sem lá
til grundvallar við mótun þjóðríkisins.29 Eins og nánar verður vikið
að síðar má sjá glögg dæmi um þetta í íslenskri sagnaritun á fyrstu
áratugum tuttugustu aldar og í kringum lýðveldisstofnunina 1944
þegar gefin voru út viðamikil rit um sögu Íslands þar sem afrekum
forfeðranna var haldið á lofti.30
Fagvæðing sagnfræðinnar þýddi líka útilokun kvenna af þeirri
einföldu ástæðu að evrópskir háskólar voru lokaðir konum fram á
síðasta fjórðung nítjándu aldar. Það voru því karlar sem mótuðu
sagnfræðina sem háskólafag.31 Þar var lítið rúm fyrir konur, hvorki
sem sögulega gerendur né fræðimenn. Sagnfræðin hverfðist um
völd, áhrif og pólitík og þess vegna var hún, og þá einkum stjórn-
málasagan, talin karlmannleg iðja32 — steggjasaga.33
sögulegir gerendur og aukapersónur 61
28 Auk Smith má lesa um aðskilin svið í t.d. Lynn Abrams, The Making of Modern
Woman: Europe 1789–1918 (London: Longman/Pearson 2002).
29 Irma Sulkunen, „Biography, Gender and the Deconstruction of a National
Canon“, Gendering Historiography, bls. 65–77. Einnig Smith, The Gender of His -
tory, bls. 130–156.
30 Rit Jóns J. Aðils frá fyrsta áratug tuttugustu aldar eru dæmi um þetta, s.s.
Íslenskt þjóðerni (1903) og Gullöld Íslendinga (1906), sem byggðu á alþýðufyrir-
lestrum Jóns. Frá miðri síðustu öld má nefna Sögu Íslendinga IV–IX, sem kom
út í sjö bindum á árunum 1944–1958.
31 Smith, The Gender of History, bls. 130–156.
32 Spongberg, Writing Women‘s History, bls. 2. Í þessu samhengi má benda á grein
Ragnheiðar Kristjánsdóttur um karlaslagsíðu íslenskrar stjórnmálasögu:
Ragnheiður Kristjánsdóttir, „Nýr söguþráður. Hugleiðingar um endurritun
íslenskrar stjórnmálasögu“, Saga 52:2 (2014), bls. 7–32.
33 Smith, The Gender of History, bls. 3. Smith vísar hér til vísar til orða Jack Hexter
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 61