Saga - 2019, Page 64
Konur skrifa sögu
Frá fornu fari hafa konur skrifað sagnfræði í formi ævisögulegra frá-
sagna. Með því skrifuðu þær inn í viðurkennda hefð því milli ævi-
sögu og sagnfræði hafa frá ómunatíð verið sterk tengsl.34 Sagn fræði -
leg skrif, segir Bonnie G. Smith, hvíldu að verulegu leyti á hinni
ævisögulegu aðferð og hugmyndinni um hinn mikilfenglega karl-
mann og því eðlilegt að þær konur sem reyndu að hasla sér völl í
sagnaritun hafi farið þá leið. Þetta gátu verið ævisögur, uppflettirit
eða almenn sagnfræðirit sem oft byggðu á ævi margra kvenna, svo-
kölluð prosopography. Markmiðið var gjarnan að draga fram áhrif og
jafnvel völd kvenna í samfélögum fyrri tíma.35
Þessi iðja var í miklum blóma um og eftir miðja nítjándu öld en
ævisögur kvenna og karla lutu þó ekki sömu lögmálum. Litið var á
ævisögur karla um karla sem sagnfræði af því viðfangsefni þeirra
voru hinir mikilfenglegu karlar sem leiddu þjóð sína og hreyfðu við
gangvirkjum sögunnar. Ævisögur kvenna endurspegluðu aftur á
móti ákveðna togstreitu. Augljóst er að fáar konur uppfylltu þau
skilyrði sem gengið var út frá í ævisögum þekktra karla og því
þurfti að finna viðurkennda leið til þess að skrifa um ævi kvenna.
Um þetta fjallar Mary Spongberg og spyr hvaða saga hafi verið sögð
í ævisögum kvenna. Var henni teflt gegn ríkjandi ævisagnahefð karla
og sagnaritun? Eða ýtti hún undir hefðbundið hlutverk kvenna? Svar
Spongberg er að ævisögur kvenna hafi verið þetta allt í senn: Leið
til þess að endurheimta glataða sögu kvenna, bjarga merkiskonum
erla hulda halldórsdóttir62
í umfjöllun hans um bók bandaríska sagnfræðingsins Mary Beard, Woman as
Force in History, sem út kom árið 1946. Þar segir hann að sagnfræðin hafi snúist
um „málefni steggja“ (e. stag affairs).
34 Spongberg, Writing Women’s History, bls. 110–129; Companion to Women‘s
Historical Writing, bls. 172–182. Um ævisögur og sagnfræði almennt sjá: Bar -
bara Caine, Biography and History. 2. útg. (London: Macmillan/Red Globe Press
2019); Birgitte Possing, Understanding Biographies. On Biographies in History and
Stories in Biography (Óðinsvéum: University Press of Southern Denmark 2016).
35 Smith, „The Contribution of Women to Modern Historiography“, bls. 711, 714,
716. Mikilfenglegur vísar hér t.d. til ensku orðanna remarkable og great sem
gjarnan eru notuð um þessa karla og bækur. Mikilmenni væri ein leið til
þýðingar en það hugtak felur í sér viðurkenningu sem ég kýs að gangast ekki
undir. Enska hugtakið prosopography vísar til nokkurs konar fjölævisögu þar
sem miklu magni ævisögulegra upplýsinga er steypt saman til að draga upp
mynd af horfnum tíma og því fólki sem þá lifði, sameiginlegum einkennum
þess og lífsháttum. Sjá: Caine, Biography and History, bls. 54–55.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 62