Saga - 2019, Side 66
Sagnfræðingurinn Bente Rosenbeck segir í bók um kyngervi
þekkingarinnar að fyrstu áratugi tuttugustu aldar hafi danskir kven-
sagnfræðingar ekki beint sjónum sérstaklega að sögu kvenna þótt
sumar hafi rannsakað skyld efni. Síðar jókst áhuginn á efni sem
tengdist konum og upp úr 1940 fór að gæta áhrifa frá sænska rithöf-
undinum Elinu Wägner og bókar hennar Väckarklocka sem út kom
árið 1941 og var þýdd á dönsku ári síðar. „Vekjaraklukkan“ var í
senn innlegg í femíníska umræðu samtímans og kvennasögulegt
yfirlit, segir Rosenbeck, og „boðskapur bókarinnar sá að væri gleymd
saga kvenna dregin fram í dagsljósið myndi hún efla sjálfsöryggi
kvenna.“40 Sagnfræðingarnir Mervi Kaarninen og Tiina Kinnunen
benda einmitt á að finnskar sporgöngukonur í sagnaritun kvenna,
sem framan af tuttugustu öld voru margar áhugasagnfræðingar,
hafi snemma áttað sig á að það styrkti sjálfsvitund kvenna að segja
sögu þeirra — og trúað því staðfastlega að saga kvenna væri partur
þjóðarsögunnar.41
Eins og breski sagnfræðingurinn Krista Cowman bendir á er
hins vegar ekki nóg að meta aðeins skrif þeirra kvenna sem fengu
stöðu innan háskólanna á fyrstu áratugum tuttugustu aldar heldur
þarf einnig að skoða þá sagnaritun kvenna sem fram fór úti í al -
mannarýminu.42 Á árunum milli stríða var til að mynda saga kosn-
ingaréttar kvenna skráð í Bandaríkjunum, á Bretlandi og Norður -
löndunum. Það voru konur sem skráðu þessa sögu sjálfar hvort sem
þær voru menntaðir sagnfræðingar eða ekki. Eins og Ida Blom
bendir á snerist þessi sagnaritun ekki aðeins um að skrásetja barátt-
una og koma í veg fyrir gleymsku heldur var hún líka mikilvægur
liður í því að vinna gegn jaðarsetningu kvenna í stjórnmál um.43
Hugmyndin um að sögur af konum, kvennasaga, ýtti undir sjálfs-
traust og sjálfsvirðingu kvenna kemur því upp aftur og aftur.
erla hulda halldórsdóttir64
40 Rosenbeck, Har videnskaben køn?, bls. 49–56. Tilv. bls. 55. Um framgang kvenna
í háskólum víða í Bandaríkjunum og í Evrópu sjá Mary Spongberg, Writing
Women‘s History, Smith, The Gender of History og Porciani og O‘Dowd, „History
Women“, bls. 3–34.
41 Kaarninen og Kinnunen, „„Hardly any women at all““.
42 Cowman, „„There is so much, and it will all be history““, bls. 151.
43 Blom, „Women in Norwegian and Danish Historiography“.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 64