Saga - 2019, Qupperneq 67
Saga kvenna á Íslandi
Hér að ofan hefur verið fjallað um sagnaritun kvenna í öðrum lönd-
um, hvernig gagnrýni á ríkjandi viðhorf og ósýnileika kvenna birtist
í skáldritum og, þegar komið var fram á tuttugustu öld, í fræði -
ritum. Á Íslandi voru skáldverk kvenna ekki gefin út fyrr en langt
var liðið á seinni hluta nítjándu aldar. Þessi verk eru ekki til skoðun-
ar hér en úr þeim má lesa eitt og annað um afstöðu kvenna til sögu
sinnar og stöðu.44 Íslenskar konur fengust heldur ekki við sagnfræði
á sama hátt og konur gerðu víða erlendis og minnst hefur verið á
hér að framan.45 Engu að síður er augljóst að þegar íslenskar konur
stigu opinberlega og ákveðnar fram á ritvöllinn undir lok nítjándu
aldar voru þær hugsandi um stöðu kvenna í sögu þjóðarinnar og
leituðust við að gera þær sýnilegri, ekki síst á síðum kvenna blað -
anna sem stofnuð voru 1895.
Því er rétt að staldra við og spyrja hver staða kvenna hafi verið í
íslenskum sögubókum og sagnfræðiritum. Höfðu konur yfir ein-
hverju að kvarta? Samkvæmt rannsókn Þorgerðar Þorvaldsdóttur
kynja- og sagnfræðings á hlut kvenna í íslenskum kennslubókum í
sögu á tuttugustu öld kemur fram að konur voru frá 2% til 21,2%
nafngreindra einstaklinga. Þorgerður dregur fram dæmi um kynj -
aða orðræðu bókanna jafnframt því sem hún greinir helstu kven -
ímyndir bókanna. Konur eru gerendur, eða karlmannsígildin svo-
kölluðu sem kalla má undantekningar (svo sem Ólöf ríka sem ekki
grætur Björn bónda heldur hyggur á hefndir); tenglar, þ.e. mæður,
dætur, systur og eiginkonur lykilkarla; og loks kynverur, sem eru þá
fylgikonur, frillur, jafnvel ástandskonur seinna stríðs — oftast ónafn-
greindar konur. Fram kemur í rannsókn Þorgerðar að fleiri frásagnir
séu af konum þar sem fjallað er um tímann fram undir lok þrett -
ándu aldar, þegar Sturlungaöld lýkur, en næstu aldir á eftir. Þá verði
sögulegir gerendur og aukapersónur 65
44 Um þetta sjá einkum Helgu Kress, „Kona og skáld. Inngangur“, Stúlka. Ljóð
eftir íslenskar konur. Helga Kress valdi efnið og bjó til prentunar (Reykjavík:
Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands 2001), bls. 13–104; Helga Kress,
„„Saga mín er sönn en smá“. Um ævikvæði kvenna“, Óþarfar unnustur og aðrar
greinar um íslenskar bókmenntir (Reykjavík: Bókmennta- og listfræðistofnun
Háskóla Íslands 2009), bls. 147–172; Dagný Kristjánsdóttir, „Forhindringer. Rim
og reformer i Island“, Faderhuset. 1800-tallet. Nordisk kvindelitteraturhistorie
2 (Kaupmannahöfn: Rosinante 1993), bls. 468–474.
45 Í þessu samhengi má minna sérstaklega á bókina Companion to Women‘s
Historical Writing.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 65