Saga - 2019, Qupperneq 69
mæður eða dætur breytist furðu lítið, til dæmis þar sem fjallað er
um blöð og blaðamenn á tímabilinu 1871–1903. Þar er sagt frá
Hannesi Þorsteinssyni ritstjóra Þjóðólfs og því bætt við að kona hans
hafi verið: „Jarþrúður, dóttir Jóns Péturssonar.“ Hér er Jarþrúður
kynnt sem eiginkona og dóttir en ekkert sagt um ritstörf hennar.
Hún hafði þó gefið út hannyrðabók með frænku sinni Þóru Péturs -
dóttur, komið að útgáfu Ársrits Hins íslenska kvenfélags og var um
tíma einn eigandi og ritstjóri kvennablaðsins Framsóknar.50 Bríet
Bjarnhéðinsdóttir fær sérstaka umfjöllun innan kaflans um eigin-
mann sinn, Valdimar Ásmundsson, sem gaf út Fjallkonuna 1884–
1902. Bríet gaf sjálf út og ritstýrði Kvennablaðinu í 25 ár, 1895–1919.51
Skafti Jósefsson, ritstjóri Austra (frá 1891) á Seyðisfirði, fær sérstaka
umfjöllun en ekki eiginkona hans og dóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir
og Ingibjörg Skaftadóttir, sem gáfu út og ritstýrðu kvennablaðinu
Framsókn 1895–1899. Sigríður er reyndar ekki einu sinni nefnd sem
eiginkona.52 Þó mun hún hafa átt talsverðan þátt í útgáfu Austra,
ekki síst þegar drykkjuskapur Skafta keyrði úr hófi fram.53 Að þessu
sögðu er rétt að geta þess að kvennaskólarnir og forstöðukonur
þeirra fá nokkuð veglega umfjöllun í síðara bindi tímabilsins 1871–
1903.54 Ekki er hægt að sjá í þeim ritdómum sem birtust um Sögu
Íslendinga að kvenna væri yfirhöfuð saknað.55
Mitt í karlahafinu á þessum mótunarárum lýðveldisins birtist ein
kona sem höfundur í sagnfræðiriti. Það er Inga Lára Lárusdóttir rit-
stjóri og kennari sem skrifar kafla um vefnað, prjón og saum í Iðn -
sögu Íslands sem kom út í tveimur bindum árið 1943. Inga Lára stund -
sögulegir gerendur og aukapersónur 67
50 Magnús Jónsson, Saga Íslendinga IX 1871–1903, 1 (Reykjavík: Menntamálaráð
og Þjóðvinafélag 1957), bls. 127.
51 Magnús Jónsson, Saga Íslendinga IX, 1, bls. 147.
52 Magnús Jónsson, Saga Íslendinga IX, 1, bls. 168–171.
53 Guðjón Friðriksson, Nýjustu fréttir. Saga fjölmiðlunar á Íslandi frá upphafi til vorra
daga (Reykjavík: Iðunn 2000), bls. 64–67; Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans
konur, bls. 328 (nmgr. 243), bls. 333.
54 Magnús Jónsson, Saga Íslendinga IX 1871–1903, 2 (Reykjavík: Menntamálaráð
og Þjóðvinafélag 1958), bls. 128–142.
55 Leitað var að og skoðaðir ritdómar um Sögu Íslendinga IV–IX í tímaritum og
blöðum á timarit.is. Meðal ritdóma má nefna dóm Jóns Jóhannessonar sagn -
fræðings sem gagnrýndi fimmta og sjötta bindið fremur harkalega fyrir skort
á erlendu samhengi og að ekki væri fjallað um lægri stéttir, leiguliða, vinnu -
fólk, lausafólk o.fl. Hann nefnir ekki konur sérstaklega. Sjá Jón Jóhannes son,
„Saga Íslendinga“, Tímarit Máls og menningar 7:2 (1944), bls. 171 –174.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 67