Saga - 2019, Blaðsíða 71
fall kvenna 3%.60 Í Danmörku kom fyrsta útgáfa Dansk Biografisk
Leksikon út um aldamótin 1900 og þegar hafist var handa við gerð
Dansk Kvindebiografisk Leksikon árið 1991 var hlutfall kvenna í þeirri
fyrrnefndu 5%.61 Það var Páll Eggert Ólason sem tók saman Ís -
lenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 og kom fyrsta
bindið af fimm út árið 1948. Í formála segir að í ritinu sé einungis
fjallað um „menn, sem látnir eru fyrir árslok 1940“ en óljóst er á
hvaða forsendum „menn“ eru teknir inn í ritið.62 Hlutfall kvenna er
1,5% eins og sjá má í neðangreindri töflu.
Bindi Karlar, fjöldi Konur, fjöldi Alls Konur, %
I. 1.235 18 1.253 1,5
II. 1.226 24 1.250 1,9
III. 1.425 14 1.439 1,0
IV. 1.427 18 1.445 1,3
V. 884 19 903 2,1
Alls 6.197 93 6.290 1,5
Viðbætur V. 718 22 740 3,0
Alls í I.–V. 6.915 115 7.030 1,6
Fjöldi kvenna og karla í Íslenzkum æviskrám I–V, höfundarverki Páls Eggerts
Ólasonar. Viðbætur í V. bindi eru eftir Jón Guðnason.63
sögulegir gerendur og aukapersónur 69
60 Barbara Caine, Biography and History, bls. 50–54.
61 Um Dansk Kvindebiografisk Leksikon sjá Vef. http://www.kvinfo.dk/side/170/,
17. febrúar 2019. Einnig umfjöllun í Birgitte Possing, Ind i biografien (Kaup -
mannahöfn: Gyldendal 2015), bls. 48–62. Um Dansk Biografisk Leksikon sjá m.a.
Vef. Henrik Fode, „Dansk Biografisk Leksikon 1–16“, Historie/Jyske Samlinger
13:3 (1981), bls. 165–169, https://tidsskrift.dk/historiejyskesamling/article/
view/39317/43267, 17. febrúar 2019.
62 Páll Eggert Ólason, „Formáli“, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka
1940 I. Tínt hefir saman Eggert Ólason (Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag 1948), bls. v–vi. Í formála kemur fram að Páll Eggert lauk vinnu við ævi -
skrárnar árið 1947 og kom út eitt bindi á ári 1948–1952. Í fimmta og síðasta
bindinu voru viðbætur upp á 266 blaðsíður þar sem við bættust 740 æviþættir,
auk leiðréttinga, eftir Jón Guðnason.
63 Þessar tölur eru settar fram með þeim fyrirvara að þær byggja á einni talningu.
Árið 1976 kom út VI. bindi (A–Ö) Íslenskra æviskráa eftir Jón Guðnason. Það
bindi fellur utan við tímaramma þessarar greinar.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 69