Saga - 2019, Page 72
Meðal kvenna sem fá um sig færslu eru landnámskonur og abbadís-
ir, oftast örstuttar færslur (sem einnig á við um ýmsa landnámskarla
og fornmenn), skáldkonur á borð við Guðnýju Jónsdóttur frá Klömbr -
um (raunar er aðeins vísað í umfjöllun um hana nýlátna í Fjölni
1837) og í takt við nýja tíma eru nefndar kvenfrelsiskonur og mennta -
frömuðir á borð við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Þóru Melsteð og
Ólafíu Jóhannsdóttur. Áðurnefnd Jarþrúður Jónsdóttir er ekki inni.
Ekki heldur Ingibjörg Einarsdóttir sem þó beið eftir Jóni Sigurðssyni
í tólf ár, bjó honum heimili í Kaupmannahöfn og sá til þess að hann
hefði næði til að sinna sínu mikilvæga starfi fyrir land og þjóð eins
og Páll Eggert vissi manna best því hann skrifaði fimm binda ævi-
sögu Jóns. Fjalla-Eyvindur fær sérstaka færslu en ekki Halla. Hún er
ein lína hjá Eyvindi: „honum fylgdi lengi Halla, nafnkunn í þjóðsög-
um“.64 Hallgerður langbrók og Bergþóra hljóta ekki náð fyrir aug -
um Páls Eggerts. Aftur á móti eru skráðir bæði Gunnar bóndi að
Hlíðarenda og Njáll á Bergþórshvoli.
Viðmið Páls Eggerts, líkt og margra samferðamanna hans, eru
gamlar hugmyndir um verðugleika og sögulegt mikilvægi þar sem
lítið pláss var fyrir konur. Það má til að mynda sjá í skrám handrita-
safns Landsbókasafns sem Páll Eggert tók saman. Þar eru konur og
handrit þeirra oft ýmist illa eða ekki skráð. Um það fjallar til dæmis
Guðný Hallgrímsdóttir í bók sinni um ævi Guðrúnar Ketils dóttur,
átjándu aldar vinnukonu, en stutt sjálfsævisöguleg frásögn hennar
hefur varðveist í handriti.65
Konur í sagnfræði á Íslandi
Ein skýringin á fjarveru kvenna í sögubókum er hlutur þeirra í vís-
indum og fræðastarfi. Þegar Ísland er borið saman við önnur lönd
Evrópu er ljóst að akademísk sagnaritun kvenna var mun skemmra
á veg komin hér á landi en annars staðar á fyrstu áratugum tuttug-
ustu aldar. Háskóli var ekki stofnaður á Íslandi fyrr en árið 1911 og
þótt frá upphafi væri staða í sagnfræði við heimspekideild Háskóla
Íslands varð sagnfræði ekki sérstök námsgrein fyrr en 1965. Fyrir
þann tíma var hún hluti af svokölluðum íslenskum fræðum.66 Það
erla hulda halldórsdóttir70
64 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár I, bls. 167.
65 Guðný Hallgrímsdóttir, Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18.
aldar vinnukonu (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2013), bls. 15–31.
66 Um sögu og þróun Háskóla Íslands sjá: Aldarsaga Háskóla Íslands 1911–2011.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 70