Saga - 2019, Side 76
Merkiskonur
Þótt lítið færi fyrir konum í hinum akademíska heimi var saga
kvenna engu að síður skrifuð, ekki í formi fræðilegra ritgerða eða
sagnfræðiverka heldur æviþátta, ævisagna og æviminninga. Og þeir
eða þær sem skrifuðu mætti kalla áhugasagnfræðinga, í anda þess
sem gerðist erlendis. Raunar má segja að áhugasagnfræðingar hafi
skrifað sögu kvenna á Íslandi langt fram eftir tuttugustu öld, líka
eftir að kvennasögurannsóknir hófust innan Háskóla Íslands.77
Vettvangur þessara skrifa voru kvennablöðin til að byrja með og
síðar sjálfsævisögur og æviþættir kvenna. Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
virðist til að mynda allt frá stofnun Kvennablaðsins 1895 hafa verið
umhugað um að skrá æviþætti þeirra sem kalla má „verðugar“ kon-
ur. Fyrsti æviþátturinn birtist þegar árið 1895 en þar var fjallað um
og birt mynd af Valgerði Þorsteinsdóttur, skólastýru Kvennaskólans
á Laugalandi.78 Alls birtust myndir og æviþættir hartnær 40 kvenna
í Kvennablaðinu í þau 25 ár sem það kom út, bæði um lifandi og látn-
ar konur. Flestar kvennanna voru íslenskar og þekktar í innlendu
samhengi en einnig var nokkuð um æviþætti erlendra kvenfrelsis-
kvenna. Allt eru þetta konur sem kalla má „verðugar“ því þær
höfðu flestar brotið blað í sögu kvenna eða unnið að kvenréttindum
á einn eða annan hátt. Um karla var yfirleitt ekki fjallað í æviþáttum
blaðsins — undantekning eru fáeinir karlmenn sem höfðu unnið að
réttindum kvenna.79
Þegar rýnt er í blöð og tímarit kvenna sem gefin voru út á Íslandi
frá 1895 til um 1970 má sjá að í þeim var markvisst greint frá því
þegar konur brutu blað á sviði menntunar og embætta, lista og
erla hulda halldórsdóttir74
77 Margrét Guðmundsdóttir, „Landnám kvennasögunnar á Íslandi“; Erla Hulda
Halldórsdóttir, „Gendering Icelandic Historiography/L’historiographie du
genre en Islande“, Nordic Historical Review/Revue d’Histoire Nordique 20 (2015),
bls. 183–207.
78 „Frú Valgerður Þorsteinsdóttir“, Kvennablaðið 23. ágúst 1895, bls. 57–58; Erla
Hulda Halldórsdóttir, „„Jeg játa að jeg er opt óþægileg“. Kona í rými andófs
og hugmynda“, Ritið 2–3 (2007), bls. 219–241.
79 Bríet skrifar um eiginmann sinn, Valdimar Ásmundsson, 1902 enda bæði sam-
starfsmaður hennar og kvenfrelsismaður. Hún skrifar einnig stuttan æviþátt
um Pál Melsteð þegar hann lést árið 1910 þótt hún segist alla jafna ekki birta
„dánarfregnir“. Þar er hann lofaður fyrir stuðning sinn við menntamál kvenna
og störf sín sem sagnfræðingur. Loks er dánarfregn og minningarorð um
Kristján konung IX. á forsíðu 1906.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 74