Saga - 2019, Page 78
síður mikilvæg en störf karla á hinu svokallaða almannasviði. Út -
gefendur og ritstýrur kvennablaðanna voru meðvitaðar um þetta og
skráðu því ekki aðeins sögu þeirrar baráttu sem þær voru sjálfar
þátttakendur í heldur sögðu einnig frá konum fortíðar.
Þannig fjölgar mjög upp úr 1930 æviþáttum kvenna í ársritinu
Hlín sem gefið hafði verið út af Sambandi norðlenskra kvenna í rit-
stjórn Halldóru Bjarnadóttur heimilisiðnaðarráðunautar frá 1917.
Hlín var þjóðlegt tímarit þar sem skrifað var um heimilisiðnað og
þjóðlega siði, garðrækt, heilbrigðismál og uppeldismál. Þegar frá
leið birti það einnig æviþætti kvenna, bæði þekktra og óþekktra.
Stundum var um að ræða nýlátnar konur en í önnur skipti ítarlegar
greinar um ævi kvenna sem dóu jafnvel áratugum fyrr.84 Margar
þessara greina eru einnig samfélagslýsing þar sem staða kvenna og
réttleysi fyrri tíma kemur skýrt fram, ekki síst hvað varðar tækifæri
til menntunar. Sumir þessara æviþátta voru prentaðir undir liðnum
„Merkiskonur“ sem fyrst birtist árið 1925. Höfundar voru bæði karl-
ar og konur. Þar sem karlar skrifa er auðvitað ekki um sagnaritun
kvenna að ræða en Hlín var í senn vettvangur kvenna og vettvangur
fyrir sögur af konum. Þar máttu karlar skrifa um konur og ljóst er
að þeir gripu það tækifæri fegins hendi. Strangt til tekið eru fæstir
þessara æviþátta sagnfræði þótt í sumum þeirra sé vikið að sögu -
legri þróun og samfélagsbreytingum en þeir eru meðvituð skráning
á ævi einstakra kvenna og þar með sögu kvenna.
Í Hlín birtust einnig sjálfsævisögulegir þættir sem voru um leið
lýsing á horfnum tíma. Í tilfelli Sigríðar Jónsdóttur frá Djúpadal,
sem birti æskuminningar sínar í tveimur hlutum 1921 og 1922, sagði
hún tilganginn vera að svala forvitni þeirra sem margoft hefðu spurt
hvernig lífið hefði verið á æskuheimili bróður hennar, Björns Jóns -
sonar, ritstjóra og ráðherra. Úr verður áhugaverð frásögn þar sem
aðstöðumunur kynjanna og verkaskipting er dregin fram með skýr -
um hætti.85 Ekki er annað hægt en velta fyrir sér hvort sú kvenna-
sögulega áhersla sem er í minningum Sigríðar sé meðvituð ögrun.
Á þriðja áratug tuttugustu aldar voru konur auk þess farnar að
gefa út endurminningar og sjálfsævisögur sem margar vörpuðu um
erla hulda halldórsdóttir76
84 Dæmi um sögulega grein um löngu látna konu er Bjarni Sigurðsson, „Minn -
ingar um frú Margrétu Sigurðardóttur frá Hallormsstað“, Hlín 16 (1932), bls.
65–81.
85 Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal, „Æskuminningar“, Hlín 5 (1921), bls. 56–75
og „Í Breiðafjarðareyjum fyrir 50–60 árum“, Hlín 6 (1922), bls. 48–66.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 76