Saga - 2019, Side 81
Orð Ingu Láru um konur sem sjást óljóst og óskýrt í sögunni
kallast skemmtilega á við orð ensku skáldkonunnar Virginu Woolf
sem ræddi einmitt fjarveru kvenna í bókmenntum og sögu í bók
sinni Sérherbergi (A Room of One’s Own) sem kom út árið 1929. Þar
lætur hún söguhetjuna Mary Beton leita að konum í sagnfræði -
ritum. Uppskeran er rýr og með kaldhæðnina að vopni varpar
Woolf/Beton fram þeirri hugmynd að skrifa þurfi söguna „upp á
nýtt“ því „hún virðist mjög skrítin eins og hún er, óraunveruleg og
með slagsíðu“. En þótt Beton fyndi ekki konur í sagnfræðiritum þá
vissi hún að þær væru þarna því hún kom „oft auga á þær í frásögn-
um af lífi stórmennanna, þar sem þær skjótast í bakgrunninum og
leyna, finnst mér stundum, bendingu, hlátri eða jafnvel tári.“93
Kvenna pólitísk og kvennasöguleg vakning á Íslandi átti sér ekki
stað í tómarúmi.
Gamlar gleymdar konur
Kvennablöðum og tímaritum um málefni og menningu kvenna fór
fjölgandi upp úr 1940, á sama tíma og greina má vaxandi óánægju
meðal kvenna um stöðu sína og hlutverk í samfélaginu. Eitt þessara
blaða var Nýtt kvennablað sem hóf göngu sína árið 1940. Útgefendur
og ritstjórar voru nokkrar konur og efni blaðsins ýmis málefni sam-
tímans, dægurmál og kvenréttindi. Strax í öðru tölublaði eru lesend-
ur spurðir hvaða tvær íslenskar konur hafi orðið þjóðinni kærast -
ar.94 Svarið er biskupsdóttirin frá sautjándu öld, Ragnheiður Brynj -
ólfs dóttir, sem átti barn í lausaleik eins og frægt er, og persóna úr
Íslendingasögum, Helga fagra Þorsteinsdóttir (barnabarn Egils
Skallagrímssonar). Athyglisvert er að hér eru ekki kvenhetjur í hefð -
bundnum skilningi líkt og Auður Vésteinsdóttir og Ásdís á Bjargi,
sem komu næstar í vali lesenda, heldur konur sem hlutu harmsögu-
leg örlög. Kannski það sé einmitt harmurinn og réttleysi þessara
kvenna sem nær til kynsystra þeirra. Hvorug fékk að eiga manninn
sem hún elskaði.95
Ritstjórar Nýs kvennablaðs voru vakandi yfir sögu kvenna eða
öllu heldur fjarveru kvenna úr sögunni. Í janúar 1941 var til dæmis
sögulegir gerendur og aukapersónur 79
93 Virginia Woolf, Sérherbergi. Þýðing Helga Kress (Reykjavík: Svart á hvítu 1983),
bls. 66.
94 Nýtt kvennablað, október 1940, bls. 2.
95 Nýtt kvennablað, desember 1940, bls. 7.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 79