Saga - 2019, Blaðsíða 86
„Jafnframt saga hinnar íslensku konu“
Árið 1955 sagði Sigríður J. Magnússon, formaður Kvenréttinda -
félags Íslands, frá því í 19. júní að mikil umræða hefði verið í Svíþjóð
þá um veturinn um „hvað lægi því til grundvallar, að áhrif kvenna
í þjóðfélaginu væru svo til engin.“ Konurnar löguðu sig að þjóð -
félaginu en það „færi sér ósköp hægt með að samlaga sig lífi og
starfi kvennanna.“ Niðurstaða þessarar sænsku umræðu var sú að
allt of lítið væri vitað um „óskir og erfiðleika kvenna í hinum mis-
munandi flokkum.“ Þá stóð eftir stóra spurningin: Hvers vegna eru
konur „eins og settar skör lægra en karlar í þjóðfélaginu?“ Til að
leita svara við því söfnuðu sænsku kvenfélögin stórfé og settu í sjóð
sem tileinkaður var áðurnefndri Elinu Wägner sem „varð fyrst til
þess að benda á það, að þróunarsaga þjóðanna sleppir alveg að geta
um konur, og þetta, að konurnar eru líkt og galdraðar burtu úr sög-
unni, leggi á þær farg, sem svo aftur hafi sín áhrif á söguna.“112
Með þessum orðum fangar Wägner (eða Sigríður sem endur -
segir og túlkar) það sem konur höfðu vitað um langa hríð: Að þekk-
ing á sögu kvenna væri grundvöllur þess að skilja stöðu þeirra í
samtímanum og mætti nota sem rökstuðning fyrir auknum réttind-
um kvenna og þátttöku á almannasviðinu. Staða þeirra í sögunni,
ósýnileikinn, var „farg“ sem þær þurftu að losna undan.
Íslenskar konur létu ekki sitt eftir liggja til þess að losa þetta farg.
Þess má sjá merki strax um aldamótin 1900 þegar Bríet Bjarnhéðins -
dóttir birtir stutta æviþætti um merkiskonur í Kvennablaðinu. Eftir
að kosningaréttur til Alþingis fékkst 1915/1920 virðist þörfin á að
finna sér stað í sögunni verða enn meiri. Hinar „alfrjálsu íslenzku
konur 20. aldar“, svo vísað sé til orða Ingu Láru Lárusdóttur árið
1926, þurftu að finna sögulegar rætur sínar og þekkja sögu kvenna
til að geta betur stutt kröfu sína um raunverulegan aðgang að öllum
sviðum samfélagsins og orðið fullgildir gerendur í því.
Þegar kom fram yfir 1940 er eins og konur hafi tvíeflst að þessu
leyti enda framgangur þeirra hægur á Alþingi, í atvinnulífinu og
innan Háskóla Íslands. Þær héldu fram sögu formæðra sinna sem
aldrei fyrr í ævisögum, sjálfsævisögum og öðrum bókum. Kvenna -
blöðin sögðu frá afrekum og framgangi samtímakvenna og í ævi -
þáttum var skrifað um brautryðjendur fyrri tíma en einnig og
jafnvel enn frekar um líf venjulegra kvenna og húsmæðra sem bjuggu
erla hulda halldórsdóttir84
112 Sigríður J. Magnússon, „„Hvað er þá orðið okkar starf?““, 19. júní (1955), bls. 2.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 84